Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 07:44 Duncan Laurence flytur sigurlagið í Eurovision á sviðinu í Tel Aviv í Ísrael í maí í fyrra. Vísir/getty Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. Þegar hefur þurft að aflýsa viðburði á vegum Eurovision vegna veirunnar á Ítalíu. Gripið hefur verið til umfangsmikilla aðgerða vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid19 um allan heim. Veiran breiðist nú hratt um Evrópu en á síðustu dögum hafa komið upp smit í Króatíu, Austurríki og Sviss. Smitin eru rakin til Ítalíu, þar sem nokkur hundruð eru smitaðir og heilu bæirnir hafa verið settir í sóttkví. Fylgjast náið með þróun mála Eurovision verður haldin í Rotterdam í Hollandi dagana 12., 14. og 16. maí. EBU segir í svari við fyrirspurn Vísis að sambandið fylgist náið með þróun mála er varða veiruna. Gripið verði til nauðsynlegra ráðstafana samkvæmt leiðbeiningum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og heilbrigðisyfirvöldum í viðeigandi löndum. Þá var ákveðið í samráði við yfirvöld á Ítalíu að fresta Dögum stafrænnar fjölmiðlunar (e. Digital Media Days), viðburði á vegum Eurovision sem fara átti fram dagana 12. og 13. mars í Mílanó. Veiran hefur breiðst afar hratt út í landinu, líkt og áður segir, og hafa „Við munum halda áfram að fylgjast með þróun mála annars staðar í Evrópu. Hvað sem því líður er ekki tímabært að við tjáum okkur um aðrar mögulegar sviðsmyndir.“ Sjá einnig: Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Fresta hefur þurft skipulögðum mannamótum og stórum viðburðum víða í heiminum vegna kórónuveirunnar. Þannig hefur ítalska knattspyrnusambandið þurft að fresta leikjum í ítölsku deildinni og halda kappleiki fyrir luktum dyrum. Þá hafa verið vangaveltur uppi um hvort fresta þurfi Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan í sumar. Heilbrigðisráðherra Japans sagði á blaðamannafundi í gær að ekki væri tímabært að velta því upp hvort aflýsa ætti leikunum. Stefna stjórnvalda væri að gera ráðstafanir vegna veirunnar strax. Íslendingar munu velja fulltrúa sinn í Eurovision árið 2020 næstkomandi laugardag. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Ítalía Tengdar fréttir „Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. Þegar hefur þurft að aflýsa viðburði á vegum Eurovision vegna veirunnar á Ítalíu. Gripið hefur verið til umfangsmikilla aðgerða vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid19 um allan heim. Veiran breiðist nú hratt um Evrópu en á síðustu dögum hafa komið upp smit í Króatíu, Austurríki og Sviss. Smitin eru rakin til Ítalíu, þar sem nokkur hundruð eru smitaðir og heilu bæirnir hafa verið settir í sóttkví. Fylgjast náið með þróun mála Eurovision verður haldin í Rotterdam í Hollandi dagana 12., 14. og 16. maí. EBU segir í svari við fyrirspurn Vísis að sambandið fylgist náið með þróun mála er varða veiruna. Gripið verði til nauðsynlegra ráðstafana samkvæmt leiðbeiningum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og heilbrigðisyfirvöldum í viðeigandi löndum. Þá var ákveðið í samráði við yfirvöld á Ítalíu að fresta Dögum stafrænnar fjölmiðlunar (e. Digital Media Days), viðburði á vegum Eurovision sem fara átti fram dagana 12. og 13. mars í Mílanó. Veiran hefur breiðst afar hratt út í landinu, líkt og áður segir, og hafa „Við munum halda áfram að fylgjast með þróun mála annars staðar í Evrópu. Hvað sem því líður er ekki tímabært að við tjáum okkur um aðrar mögulegar sviðsmyndir.“ Sjá einnig: Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Fresta hefur þurft skipulögðum mannamótum og stórum viðburðum víða í heiminum vegna kórónuveirunnar. Þannig hefur ítalska knattspyrnusambandið þurft að fresta leikjum í ítölsku deildinni og halda kappleiki fyrir luktum dyrum. Þá hafa verið vangaveltur uppi um hvort fresta þurfi Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan í sumar. Heilbrigðisráðherra Japans sagði á blaðamannafundi í gær að ekki væri tímabært að velta því upp hvort aflýsa ætti leikunum. Stefna stjórnvalda væri að gera ráðstafanir vegna veirunnar strax. Íslendingar munu velja fulltrúa sinn í Eurovision árið 2020 næstkomandi laugardag.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Ítalía Tengdar fréttir „Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
„Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00
Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45
Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45