Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun Kjartan Kjartansson og Samúel Karl Ólason skrifa 24. febrúar 2020 16:51 Harvey Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisbrot gegn fjölmörgum konum. Margar þeirra voru að reyna að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndaiðnaðinum. Vísir/Getty Kviðdómur í New York sakfelldi Harvey Weinstein, bandaríska kvikmyndaframleiðandann, fyrir kynferðisbrot sem hann var sakaður um í tveimur ákæruliðum. Hann var sýknaður af öðrum liðum ákærunnar, þar á meðal þeim alvarlegustu. Þrátt fyrir það gæti hinn 67 ára Weinstein verið dæmdur í allt að 25 ára fangelsi. Weinstein var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum en sex konur sem segjast hafa verið fórnarlömb hans báru vitni í réttarhöldunum yfir honum. Tugir kvenna hafa stigið fram undanfarin ár og sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða áreitni. Að sögn AP-fréttastofunnar var Weinstein fundinn sekur um kynferðisbrot með því að hafa ráðist kynferðislega á Mimi Haleyi, aðstoðarframleiðanda, í íbúð hans árið 2006. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa kynferðislegt samneyti með konu án þess að hún gæti gefið samþykki sitt árið 2013. Hann var sýknaður af alvarlegasta ákæruliðnum sem hefði getað þýtt lífstíðarfangelsi yfir honum. Sjá einnig: Komast ekki að niðurstöðu um alvarlegustu ásakanirnar gegn Weinstein Lögmenn Weinstein hafa haldið því fram að kynferðislegt samband Weinstein við konurnar hafi verið með vilja þeirra og lýsti hann sig saklausan af öllum ákæruliðunum. Kviðdómendurnir tóku sér fimm daga í að komast að niðurstöðu í málinu. Eftir að niðurstaðan var lesin upp var Weinstein handjárnaður og færður í fangelsi. Dómsuppkvaðning fer fram þann 11. mars. Weinstein hefur einnig verið ákærður í Los Angeles þar sem hann er sakaður um að hafa nauðgað einni konu og brotið kynferðislega gegn annari sitthvort kvöldið um óskarshelgina 2013. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35 Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Komast ekki að niðurstöðu um alvarlegustu ásakanirnar gegn Weinstein Dómari í New York bað kviðdómendur í máli kvikmyndaframleiðandans um að halda áfram að ráða ráðum sínum og komast að einróma niðurstöðu. 21. febrúar 2020 23:43 Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Kviðdómur í New York sakfelldi Harvey Weinstein, bandaríska kvikmyndaframleiðandann, fyrir kynferðisbrot sem hann var sakaður um í tveimur ákæruliðum. Hann var sýknaður af öðrum liðum ákærunnar, þar á meðal þeim alvarlegustu. Þrátt fyrir það gæti hinn 67 ára Weinstein verið dæmdur í allt að 25 ára fangelsi. Weinstein var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum en sex konur sem segjast hafa verið fórnarlömb hans báru vitni í réttarhöldunum yfir honum. Tugir kvenna hafa stigið fram undanfarin ár og sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða áreitni. Að sögn AP-fréttastofunnar var Weinstein fundinn sekur um kynferðisbrot með því að hafa ráðist kynferðislega á Mimi Haleyi, aðstoðarframleiðanda, í íbúð hans árið 2006. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa kynferðislegt samneyti með konu án þess að hún gæti gefið samþykki sitt árið 2013. Hann var sýknaður af alvarlegasta ákæruliðnum sem hefði getað þýtt lífstíðarfangelsi yfir honum. Sjá einnig: Komast ekki að niðurstöðu um alvarlegustu ásakanirnar gegn Weinstein Lögmenn Weinstein hafa haldið því fram að kynferðislegt samband Weinstein við konurnar hafi verið með vilja þeirra og lýsti hann sig saklausan af öllum ákæruliðunum. Kviðdómendurnir tóku sér fimm daga í að komast að niðurstöðu í málinu. Eftir að niðurstaðan var lesin upp var Weinstein handjárnaður og færður í fangelsi. Dómsuppkvaðning fer fram þann 11. mars. Weinstein hefur einnig verið ákærður í Los Angeles þar sem hann er sakaður um að hafa nauðgað einni konu og brotið kynferðislega gegn annari sitthvort kvöldið um óskarshelgina 2013.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35 Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Komast ekki að niðurstöðu um alvarlegustu ásakanirnar gegn Weinstein Dómari í New York bað kviðdómendur í máli kvikmyndaframleiðandans um að halda áfram að ráða ráðum sínum og komast að einróma niðurstöðu. 21. febrúar 2020 23:43 Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
„Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35
Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34
Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47
Komast ekki að niðurstöðu um alvarlegustu ásakanirnar gegn Weinstein Dómari í New York bað kviðdómendur í máli kvikmyndaframleiðandans um að halda áfram að ráða ráðum sínum og komast að einróma niðurstöðu. 21. febrúar 2020 23:43
Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07