Manchester United og Club Brugge gerðu 1-1 jafntefli í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld, þegar þau mættust í Belgíu í fyrri leik sínum.
Dennis kom heimamönnum yfir eftir korters leik með skrautlegu marki. Markvörðurinn Simon Mignolet sendi boltann fram á Dennis sem var sloppinn í gegnum vörn United og gat lyft boltanum auðveldlega yfir Sergio Romero sem var kominn langt frá marki sínu.
Anthony Martial jafnaði metin á 36. mínútu þegar hann vann boltann við miðjuhringinn og slapp einn gegn markverði.
Liðin mætast að nýju eftir viku á Old Trafford.
Man. United í ágætri stöðu eftir jafntefli í Belgíu
