Hagfræðingurinn Abdalla Hamdok hefur gengt embætti forsætisráðherra frá því í ágúst á síðasta ári. Hamdok greindi frá því á Twitter síðu sinni að hann hafi komist ómeiddur frá hryðjuverkaárás til höfuðs honum.
I would like to assure the people of Sudan that I am safe and in good shape. Rest assured that what happened today will not stand in the way of our transition, instead it is an additional push to the wheel of change in Sudan. pic.twitter.com/zeC2A4k2N0
— Abdalla Hamdok (@SudanPMHamdok) March 9, 2020
Tæplega ár er liðið frá því að forsetanum Omar al-Bashir var steypt af stóli af súdanska hernum. Var almenningi lofað að valdið yrði fært í hendur almennings en herstjórnin hefur ekki gert sig líklega til að láta af völdum.
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu en rannsókn er hafin.
— Abdalla Hamdok (@SudanPMHamdok) March 9, 2020