Telja tengsl milli offitu og alvarlegra afleiðinga veirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 08:27 Vísindamenn við Háskólann í Norður-Karólínu leiddu rannsóknina. unc Offeitir eru 113 prósent líklegra til að þurfa spítalainnlögn vegna kórónuveirunnar, eru 74 prósent líklegri til að lenda á gjörgæslu og 48 prósent líklegri til að láta lífið vegna veirunnar. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á vegum Háskólans í Norður-Karólínu. Að henni stóðu sérfræðingar í veirufræðum sem fóru yfir fyrirliggjandi gögn og rannsóknir úr faraldrinum og var verkefnið að kanna hvort ofþyngd hafi áhrif á varnir líkamans gegn kórónuveirunni. Dæmi séu um að hormónabreytingar vegna þyngdaraukningar og hátt blóðsykursgildi geti dregið úr getu líkamans til að takast á við sýkingar, eins og inflúensu og lifrarbólgu. „Þessir þættir geta haft áhrif á efnaskipti ónæmisfruma, sem svo ræður því hvernig líkaminn tekst á við sýkla eins og SARS-CoV-2 kórónuveiruna,“ segir Melinda Beck, næringafræðiprófessor á vefsíðu háskólans. Beck hefur áður sýnt fram á að bólusetning við inflúensu virki verr á einstaklinga í ofþyngd. Því sé ekki loku fyrir það skotið að hið sama muni eiga við um bóluefnið gegn kórónuveirunnar. „Við erum hins vegar ekki að halda því fram að bóluefnið muni ekki virka á einstaklinga í ofþyngd. Aðeins að ofþyngd ætti að vera einn af þeim áhrifaþáttum sem teknir eru með í reikninginn við rannsóknir á bóluefnum,“ segir Beck. BMI-stuðull ekki gallalaus Niðurstöður rannsóknar Háskólans í Norður-Karólínu voru sem fyrr segir. Fólk sem var með hærri líkamsþyngdarstuðul (BMI) en 30, sem flokkast sem offita, var líklegra til að verða verr úti vegna veirunnar. Þó ber að hafa í huga að notkun líkamsþyngdarstuðuls til að skilgreina offitu hefur ýmsa galla. Sem dæmi má nefna að líkamsþyngdarstuðull tekur ekki tillit til líkamsbyggingar né hlutfalls vöðvamassa og fitu. Samkvæmt samnorrænni rannsókn sem framkvæmd var á árunum 2011 til 2014 eru næstum 60 prósent fullorðinna Íslendinga í yfirvigt, rúmlega 21 prósent eru taldir offeitir. Var það lang hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum. Vísindamenn óttast að kórónuveiran og meðfylgjandi samkomuhöft hafi dregið úr getu einstaklinga til að stunda heilbrigðan lífsstíl. Fólk sé meira heima hjá sér, hreyfi sig minna og þá hefur líkamsræktarstöðvum víða verið lokað. Þær voru t.a.m. lokaðar á Íslandi í tvo mánuði í fyrri bylgjunni, frá lokum mars fram undir lok maí. Þá hafi fólk farið sjaldnar í matvöruverslanir og fyrir vikið birgt sig upp af matvælum með mikið geymsluþol, sem séu þó ekki endilega hollustu vörurnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Offeitir eru 113 prósent líklegra til að þurfa spítalainnlögn vegna kórónuveirunnar, eru 74 prósent líklegri til að lenda á gjörgæslu og 48 prósent líklegri til að láta lífið vegna veirunnar. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á vegum Háskólans í Norður-Karólínu. Að henni stóðu sérfræðingar í veirufræðum sem fóru yfir fyrirliggjandi gögn og rannsóknir úr faraldrinum og var verkefnið að kanna hvort ofþyngd hafi áhrif á varnir líkamans gegn kórónuveirunni. Dæmi séu um að hormónabreytingar vegna þyngdaraukningar og hátt blóðsykursgildi geti dregið úr getu líkamans til að takast á við sýkingar, eins og inflúensu og lifrarbólgu. „Þessir þættir geta haft áhrif á efnaskipti ónæmisfruma, sem svo ræður því hvernig líkaminn tekst á við sýkla eins og SARS-CoV-2 kórónuveiruna,“ segir Melinda Beck, næringafræðiprófessor á vefsíðu háskólans. Beck hefur áður sýnt fram á að bólusetning við inflúensu virki verr á einstaklinga í ofþyngd. Því sé ekki loku fyrir það skotið að hið sama muni eiga við um bóluefnið gegn kórónuveirunnar. „Við erum hins vegar ekki að halda því fram að bóluefnið muni ekki virka á einstaklinga í ofþyngd. Aðeins að ofþyngd ætti að vera einn af þeim áhrifaþáttum sem teknir eru með í reikninginn við rannsóknir á bóluefnum,“ segir Beck. BMI-stuðull ekki gallalaus Niðurstöður rannsóknar Háskólans í Norður-Karólínu voru sem fyrr segir. Fólk sem var með hærri líkamsþyngdarstuðul (BMI) en 30, sem flokkast sem offita, var líklegra til að verða verr úti vegna veirunnar. Þó ber að hafa í huga að notkun líkamsþyngdarstuðuls til að skilgreina offitu hefur ýmsa galla. Sem dæmi má nefna að líkamsþyngdarstuðull tekur ekki tillit til líkamsbyggingar né hlutfalls vöðvamassa og fitu. Samkvæmt samnorrænni rannsókn sem framkvæmd var á árunum 2011 til 2014 eru næstum 60 prósent fullorðinna Íslendinga í yfirvigt, rúmlega 21 prósent eru taldir offeitir. Var það lang hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum. Vísindamenn óttast að kórónuveiran og meðfylgjandi samkomuhöft hafi dregið úr getu einstaklinga til að stunda heilbrigðan lífsstíl. Fólk sé meira heima hjá sér, hreyfi sig minna og þá hefur líkamsræktarstöðvum víða verið lokað. Þær voru t.a.m. lokaðar á Íslandi í tvo mánuði í fyrri bylgjunni, frá lokum mars fram undir lok maí. Þá hafi fólk farið sjaldnar í matvöruverslanir og fyrir vikið birgt sig upp af matvælum með mikið geymsluþol, sem séu þó ekki endilega hollustu vörurnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira