Fótbolti

Rúnar sat á bekknum og sá Depay gera þrennu gegn Dijon

Anton Ingi Leifsson skrifar
Memphis fór á kostum í kvöld.
Memphis fór á kostum í kvöld. vísir/getty

Lyon byrjar af krafti í frönsku úrvalsdeildinni þetta tímabilið en sömu sögu má ekki segja af Dion.

Lyon vann 4-1 sigur í leik liðanna í kvöld þrátt fyrir að Dijon hafi komist yfir á 14. mínútu með marki Aurelien Scheidler.

Memphis Depay jafnaði metin úr vítaspyrnu á 39. mínútu og sjálfsmark Wesley Lautoa í uppbótartíma kom Lyon í 2-1.

Fjörinu var ekki lokið í uppbótartímanum í fyrri hálfleik því Depay bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Lyon einnig í uppbótartímanum.

Á 66. mínútu fékk Lyon aðra vítaspyrnu og úr henni skoraði Depay og fullkomnaði þrennuna. Lokatölur 4-1.

Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Dijon sem er án stiga eftir fyrstu tvo leikina.

Þetta var fyrsti leikur Lyon eftir Evrópuævintýri þeirra þar sem þeir fóru alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×