Fundu fullkomlega varðveittan ísaldarbjörn í Síberíu Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2020 15:55 Hræið er nær fullkomlega varðveitt, þar á meðal tennur og trýni hellisbjarnarins. NEFU RIAEN Hreindýrahirðar í Síberíu fundu fullkomlega varðveitt hræ hellisbjarnar, útdauðrar bjarnartegundar frá ísöld, í þiðnandi sífrera. Tennur og trýni skepnunnar er enn í heilu lagi. Fundurinn þykir stórmerkilegur enda höfðu menn aðeins fundið bein úr hellisbjörnum fram að þessu. Hræið fannst á Bolshoj Ljakhovkíj-eyju sem er hluti af Nýsíberíska eyjaklasanum á milli Laptev-hafs og Austur-Síberíuhafs norðan við Síberíu. Í tilkynningu frá vísindamönnum við Norðausturalríkisháskólann í Jakútsk segir að uppgötvunin sé sú eina sinnar tegundar. „Hann er algerlega varðveittur með öll innri líffærin á sínum stað, jafnvel nefið á honum. Þessi fundur skiptir allan heiminn miklu máli,“ segir Lena Grigorieva, einn vísindamannanna. Bráðabirgðagreining á hræinu bendir til þess að það sé af fullorðnum hellisbirni sem lifði fyrir 22.000 til 39.500 árum, að sögn AP-fréttastofunnar. Hellisbirnir urðu útdauðir fyrir um 15.000 árum. Vel varðveitt hræ hafa komið undan bráðnandi sífrera í Síberíu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna á undanförnum árum, þar á meðal af loðfílum, ísaldarfolaldi, hvolpum og hellisljónaungum. Vísindamenn vonast til þess að ná DNA-sýni úr hræi hellisbjarnarhúns sem fannst á meginlandi Rússlands í Jakútíu nýlega. Hellisbirnir dóu út á síðasta ísaldarskeiði.NEFA/AP First ever preserved grown up cave bear - even its nose is intact - unearthed on the Arctic island. Separately at least one preserved carcass of a cave bear cub found on the mainland of Yakutia, with scientists hopeful of obtaining its DNA https://t.co/GCVpvc0DSy pic.twitter.com/Z65E9ktJZd— The Siberian Times (@siberian_times) September 12, 2020 HUGELY EXCITING! A cave bear carcass has been recovered from the permafrost on an Arctic island - the first and only find of its kind. The preservation is remarkable; all internal organs are present. And that nose! Wonderful NEFU https://t.co/U6nayPIsIp pic.twitter.com/gzggoCyHmA— The Ice Age (@Jamie_Woodward_) September 12, 2020 Vísindi Dýr Rússland Norðurslóðir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Hreindýrahirðar í Síberíu fundu fullkomlega varðveitt hræ hellisbjarnar, útdauðrar bjarnartegundar frá ísöld, í þiðnandi sífrera. Tennur og trýni skepnunnar er enn í heilu lagi. Fundurinn þykir stórmerkilegur enda höfðu menn aðeins fundið bein úr hellisbjörnum fram að þessu. Hræið fannst á Bolshoj Ljakhovkíj-eyju sem er hluti af Nýsíberíska eyjaklasanum á milli Laptev-hafs og Austur-Síberíuhafs norðan við Síberíu. Í tilkynningu frá vísindamönnum við Norðausturalríkisháskólann í Jakútsk segir að uppgötvunin sé sú eina sinnar tegundar. „Hann er algerlega varðveittur með öll innri líffærin á sínum stað, jafnvel nefið á honum. Þessi fundur skiptir allan heiminn miklu máli,“ segir Lena Grigorieva, einn vísindamannanna. Bráðabirgðagreining á hræinu bendir til þess að það sé af fullorðnum hellisbirni sem lifði fyrir 22.000 til 39.500 árum, að sögn AP-fréttastofunnar. Hellisbirnir urðu útdauðir fyrir um 15.000 árum. Vel varðveitt hræ hafa komið undan bráðnandi sífrera í Síberíu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna á undanförnum árum, þar á meðal af loðfílum, ísaldarfolaldi, hvolpum og hellisljónaungum. Vísindamenn vonast til þess að ná DNA-sýni úr hræi hellisbjarnarhúns sem fannst á meginlandi Rússlands í Jakútíu nýlega. Hellisbirnir dóu út á síðasta ísaldarskeiði.NEFA/AP First ever preserved grown up cave bear - even its nose is intact - unearthed on the Arctic island. Separately at least one preserved carcass of a cave bear cub found on the mainland of Yakutia, with scientists hopeful of obtaining its DNA https://t.co/GCVpvc0DSy pic.twitter.com/Z65E9ktJZd— The Siberian Times (@siberian_times) September 12, 2020 HUGELY EXCITING! A cave bear carcass has been recovered from the permafrost on an Arctic island - the first and only find of its kind. The preservation is remarkable; all internal organs are present. And that nose! Wonderful NEFU https://t.co/U6nayPIsIp pic.twitter.com/gzggoCyHmA— The Ice Age (@Jamie_Woodward_) September 12, 2020
Vísindi Dýr Rússland Norðurslóðir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira