Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Fótboltinn er í fyrirrúmi en við sýnum frá leikjum í Keflavík, Lundúnum, Búdapest San Sebastian og úthverfum Madríd á Spáni.
Við sýnum stórleik Keflavíkur og ÍBV í Lengjudeild karla klukkan 15:35. Gestirnir frá Vestmannaeyjum þurfa nauðsynlega á sigri að halda í baráttunni um sæti í Pepsi Max deild karla á næsta ári. Keflvíkingar eru sem stendur á leiðinni upp og ætla sér eflaust ekki henda líflínu til ÍBV í þeirri hörðu baráttu.
Klukkan 17:30 er Seinni Bylgjan – kvenna – á dagskrá þar sem farið verður yfir allt það helsta í síðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Þá eru Pepsi Max Mörkin á dagskrá eftir það þar sem Helena Ólafsdóttir fær til sín góða gesti og fer yfir síðustu leiki í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu.
Stöð 2 Sport 2
Nágrannaslagur Tottenham Hotspur og Chelsea í enska deildarbikarnum á dagskrá klukkan 18:40. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig liðin stilla upp en mikið álag er á báðum liðum strax í upphafi leiktíðar á Englandi.
Stöð 2 Sport 3
Spænski boltinn er í fyrirrúmi á Sport 3 í dag. Klukkan 16:50 hefst útsending á leik Real Sociedad og Valencia. Klukkan 19:20 er svo leikur Getafe og Real Betis á dagskrá.
Stöð 2 Sport 4
Við sýnum leik Ferencvaros og Molde í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í beinni. Útsendingin hefst 18:50 og leikurinn tíu mínútum síðar.