Erlent

Emírinn í Kúveit er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Sheikh Sabah al-Ahmad al-Sabah hafði stýrt Kúveit frá árinu 2006.
Sheikh Sabah al-Ahmad al-Sabah hafði stýrt Kúveit frá árinu 2006. Getty

Emírinn í Kúveit, Sheikh Sabah al-Ahmad al-Sabah, er látinn, 91 árs að aldri.

Reuters segir frá því að emírinn hafi verið á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum síðan í júlí eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð vegna ótilgreinds sjúkdóms fyrr í sama mánuði.

Emírinn hefur stýrt Kúveit frá árinu 2006 og stýrt utanríkisstefnu þess í rúm fimmtíu ár. Gegndi hann embætti utanríkisráðherra frá 1963 til 1991 og aftur 1992 til 2003.

Sabah-fjölskyldan hefur stýrt Kúveit síðastliðinn 260 ár og er búist við að krónprinsinn Sheikh Nawaf al-Ahmed, 83 ára gamall hálfbróðir Sabah, muni nú taka við stjórnartaumunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×