Síðastliðin 3 ár hafa heilsusysturnar Ragnhildur Þórðardóttir betur þekkt sem Ragga Nagli og Ásdís Ragna Einarsdóttir betur þekkt sem Ásdís grasa haldið fyrirlestra til þess að fræða fólk um heilsuvörur, vítamín og bætiefni í tengslum við Heilsudaga Nettó.
Fyrirlestrarnir hafa fengið virkilega góðar undirtektir þar sem þær hafa farið vítt og breitt um landið og hvatt landann til heilsusamlegra lífernis.
Í ljósi ástandsins hefur verið brugðið á það ráð að bjóða uppá tvenna fyrirlestra sem verða opnir öllum á facebook síðu NOW á Íslandi.
- Miðvikudaginn 30. september, kl. 20.30 mun Ragga Nagli fara yfir hvernig eigi að nærast í núvitund.
- Fimmtudaginn 1. október, kl. 20.30 mun Ásdís Grasa fara yfir undirstöður í heilsudrykkjum og kenna okkur að gera þrjá auðvelda heilsudrykki.
Ásdís og Ragga munu sitja fyrir svörum, áhorfendur eru því hvattir til þess að taka virkan þátt og senda inn spurningar í kommentum á meðan á fyrirlestrunum stendur. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að horfa á fyrirlestrana. Fyrirlestrarnir munu birtast live á facebook.
Heilsudagar Nettó standa nú yfir og klárast þann 4.október. Á heilsudögum má finna mikið úrval af heilsuvörum, vítamínum og bætiefnum á 25% afslætti.