Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 19:51 Katrín Jakobsdóttir, fjallaði meðal annars um aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Vísir/Vilhelm Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Katrín fjallaði um aðgerðir stjórnvalda, hvað hafi farið vel og hvað taki við þegar líður á. Hún sagði að þegar fyrsta smitið hafi borist til landsins hafi stjórnvöld tekið ákvörðun um að gera það sem þyrfti til þess að koma samfélaginu í gegn um þann efnahagslega skell sem fylgdi heimsfaraldri. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. „Við gripum samstundis inn í með efnahagsaðgerðum til að tryggja afkomu fólks og styðja við almenning og atvinnulíf í gegn um erfiða tíma. Framundan er tími endurreisnar þar sem við munum efla opinbera fjárfestingu, verja velferð og beita til þess krafti ríkisfjármálanna,“ sagði Katrín. Að sögn Katrínar hafi þjóðin notið þess að hafa búið í haginn, staða þjóðarbúsins hafi verið sterk, skuldir hafi verið greiddar niður og Seðlabankinn ráði yfir öflugum gjaldeyrisvaraforða. Peningastefna stjórnvalda hafi skilað lægstu vöxtum lýðveldissögunnar. Ánægjulegt að aðilar á vinnumarkaði hafi ekki sagt upp Lífskjarasamningi Þá fjallaði hún um stöðuna á vinnumarkaðnum en undanfarna viku hefur staðan verið nokkuð slæm og var rétt komist hjá því að Lífskjarasamningnum yrði sagt upp. „Það er ánægjulegt að aðilar vinnumarkaðarins sýndu þá ábyrgð að segja ekki upp samningum og halda friðinn á vinnumarkaði. Þar með getum við samhent snúið okkur að stóru áskoruninni sem er að skapa störf og tryggja að atvinnuleysi verði ekki langvarandi böl í samfélagi okkar,“ sagði Katrín. Fjármálaáætlun var dreift í dag og sagði Katrín hana sýna staðfastan vilja stjórnvalda til að verja þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu heilbrigðis- og velferðarkerfis og nýja sókn í menntun, rannsóknum og nýsköpun. Þá séu í fjárfestingaátaki stjórnvalda fjölbreyttar fjárfestingar, samgöngumannvirki, byggingar, þekkingargreinar, skapandi greinar og grænar fjárfestingar. „Ríkissjóði verður beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu fyrir almenning og atvinnulíf í landinu,“ sagði Katrín. Alþingi geti ákveðið að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Undanfarið hefur stjórnarskrá Íslands verið til töluverðar umfjöllunar og kom Katrín inn á hana í stefnuræðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fjallaði einnig um stjórnarskrána í ræðu sinni við setningu þingsins í dag og sagði hann brýnt að þingmenn sýndu í verki að þeir geti tekið tillögur að breytingum á stjórnarskrá til efnislegrar afgreiðslu. „Alþingi fær tækifæri þennan vetur til að takast á við ákvæði í stjórnarskrá. Meðal annars að auðlindir sem ekki eru háar einkaeignarrétti verði þjóðareign,“ sagði Katrín og sagði jafnframt að þingmenn úr ólíkum flokkum hafi gert þetta mál að sínu. Nú fái Alþingi tækifæri til að stíga skrefið og setja slíkt ákvæði inn í stjórnarskrá til að tryggja réttlæti til framtíðar. Hún nefndi nýju stjórnarskrána þó ekki. „Alþingi getur ákveðið að nýta þetta tækifæri til að sýna hvernig samkunda getur tekist á við stór og mikilvæg mál. Aliþingi getur ákveðið að breyta stjórnarskrá með skynsamlegum hætti með almannahagsmuni að leiðarljósi.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Stjórnarskrá Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Katrín fjallaði um aðgerðir stjórnvalda, hvað hafi farið vel og hvað taki við þegar líður á. Hún sagði að þegar fyrsta smitið hafi borist til landsins hafi stjórnvöld tekið ákvörðun um að gera það sem þyrfti til þess að koma samfélaginu í gegn um þann efnahagslega skell sem fylgdi heimsfaraldri. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. „Við gripum samstundis inn í með efnahagsaðgerðum til að tryggja afkomu fólks og styðja við almenning og atvinnulíf í gegn um erfiða tíma. Framundan er tími endurreisnar þar sem við munum efla opinbera fjárfestingu, verja velferð og beita til þess krafti ríkisfjármálanna,“ sagði Katrín. Að sögn Katrínar hafi þjóðin notið þess að hafa búið í haginn, staða þjóðarbúsins hafi verið sterk, skuldir hafi verið greiddar niður og Seðlabankinn ráði yfir öflugum gjaldeyrisvaraforða. Peningastefna stjórnvalda hafi skilað lægstu vöxtum lýðveldissögunnar. Ánægjulegt að aðilar á vinnumarkaði hafi ekki sagt upp Lífskjarasamningi Þá fjallaði hún um stöðuna á vinnumarkaðnum en undanfarna viku hefur staðan verið nokkuð slæm og var rétt komist hjá því að Lífskjarasamningnum yrði sagt upp. „Það er ánægjulegt að aðilar vinnumarkaðarins sýndu þá ábyrgð að segja ekki upp samningum og halda friðinn á vinnumarkaði. Þar með getum við samhent snúið okkur að stóru áskoruninni sem er að skapa störf og tryggja að atvinnuleysi verði ekki langvarandi böl í samfélagi okkar,“ sagði Katrín. Fjármálaáætlun var dreift í dag og sagði Katrín hana sýna staðfastan vilja stjórnvalda til að verja þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu heilbrigðis- og velferðarkerfis og nýja sókn í menntun, rannsóknum og nýsköpun. Þá séu í fjárfestingaátaki stjórnvalda fjölbreyttar fjárfestingar, samgöngumannvirki, byggingar, þekkingargreinar, skapandi greinar og grænar fjárfestingar. „Ríkissjóði verður beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu fyrir almenning og atvinnulíf í landinu,“ sagði Katrín. Alþingi geti ákveðið að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Undanfarið hefur stjórnarskrá Íslands verið til töluverðar umfjöllunar og kom Katrín inn á hana í stefnuræðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fjallaði einnig um stjórnarskrána í ræðu sinni við setningu þingsins í dag og sagði hann brýnt að þingmenn sýndu í verki að þeir geti tekið tillögur að breytingum á stjórnarskrá til efnislegrar afgreiðslu. „Alþingi fær tækifæri þennan vetur til að takast á við ákvæði í stjórnarskrá. Meðal annars að auðlindir sem ekki eru háar einkaeignarrétti verði þjóðareign,“ sagði Katrín og sagði jafnframt að þingmenn úr ólíkum flokkum hafi gert þetta mál að sínu. Nú fái Alþingi tækifæri til að stíga skrefið og setja slíkt ákvæði inn í stjórnarskrá til að tryggja réttlæti til framtíðar. Hún nefndi nýju stjórnarskrána þó ekki. „Alþingi getur ákveðið að nýta þetta tækifæri til að sýna hvernig samkunda getur tekist á við stór og mikilvæg mál. Aliþingi getur ákveðið að breyta stjórnarskrá með skynsamlegum hætti með almannahagsmuni að leiðarljósi.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Stjórnarskrá Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira