Aðeins tuttugu mega koma saman eftir helgina þegar sóttvarnaraðgerðir verða hertar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá verða líkamsræktarstöðvar lokaðar og barir.
Rætt verður við forsætisráðherra um hertar aðgerðir í kvöldfréttum okkar.
Þá flytjum við fregnir af heilsu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem var fluttur á sjúkrahús í gærkvöldi eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Forsetinn sjálfur segist við góða heilsu.
Netglæpir hafa aukist í kórónuveirufaraldrinum. Einstaklingur hér á landi mun hafa tapað tæplega 100 milljónum króna eftir að hafa lent í klóm netþrjóta.
Þá sýnum við einnig myndir á bruna sem kom upp á Skemmuvegi í Kópavogi.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18:30.