Facebook bannar efni sem afneitar helförinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. október 2020 19:20 Mark Zuckerberg er stofnandi, forstjóri og stærsti hluthafi Facebook. Drew Angerer/Getty Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur ákveðið að banna hjá sér deilingar á efni sem inniheldur þá söguskoðun að helförin hafi ekki átt sér stað eða breytir viðteknum söguskoðunum um hana. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins er haft eftir Mark Zuckerberg, stofnanda, forstjóra og stærsta hluthafa Facebook, að hann hafi átt í erfiðleikum með „spennuna“ milli tjáningarfrelsis og banns við slíkum færslum. Hann hafi þó komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri hið rétta í stöðunni. Fyrir tveimur árum sagði Zuckerberg, sem er gyðingur, að færslum sem höfnuðu eða gerðu lítið úr helförinni ætti ekki að eyða sjálfkrafa fyrir að innihalda rangar upplýsingar. Þessi orð forstjórans voru afar umdeild og ollu miklum viðbrögðum. Nú hefur Facebook þó horfið frá þeirri stefnu sem fólust í orðum Zuckerberg. Sjálfur segist hann hafa skipt um skoðun. „Þankagangur minn hefur þróast eftir að ég sá tölfræði sem benti til aukningar í ofbeldi gegn gyðingum. Það hefur stefna okkar um almenna hatursorðræðu einnig gert,“ skrifaði Zuckerberg í opinberri Facebook-færslu. Monika Bicker, varaforseti yfir efnisveitustefnu Facebook, segir að síðar á þessu ári verði búið að búa svo um hnútana hjá samfélagsmiðlinum, að fólki sem leitar að upplýsingum um helförina, eða afneitun hennar, á Facebook, verði vísað á traustar heimildir um málefnið. Facebook Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur ákveðið að banna hjá sér deilingar á efni sem inniheldur þá söguskoðun að helförin hafi ekki átt sér stað eða breytir viðteknum söguskoðunum um hana. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins er haft eftir Mark Zuckerberg, stofnanda, forstjóra og stærsta hluthafa Facebook, að hann hafi átt í erfiðleikum með „spennuna“ milli tjáningarfrelsis og banns við slíkum færslum. Hann hafi þó komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri hið rétta í stöðunni. Fyrir tveimur árum sagði Zuckerberg, sem er gyðingur, að færslum sem höfnuðu eða gerðu lítið úr helförinni ætti ekki að eyða sjálfkrafa fyrir að innihalda rangar upplýsingar. Þessi orð forstjórans voru afar umdeild og ollu miklum viðbrögðum. Nú hefur Facebook þó horfið frá þeirri stefnu sem fólust í orðum Zuckerberg. Sjálfur segist hann hafa skipt um skoðun. „Þankagangur minn hefur þróast eftir að ég sá tölfræði sem benti til aukningar í ofbeldi gegn gyðingum. Það hefur stefna okkar um almenna hatursorðræðu einnig gert,“ skrifaði Zuckerberg í opinberri Facebook-færslu. Monika Bicker, varaforseti yfir efnisveitustefnu Facebook, segir að síðar á þessu ári verði búið að búa svo um hnútana hjá samfélagsmiðlinum, að fólki sem leitar að upplýsingum um helförina, eða afneitun hennar, á Facebook, verði vísað á traustar heimildir um málefnið.
Facebook Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira