Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. október 2020 15:13 Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands Vísir/baldur Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. Skjálftinn er einn sá stærsti sem orðið hefur á Reykjanesi síðan stafrænar mælingar hófust árið 1991. Skjálftinn varð klukkan 13:43 og mældist 5,6 að stærð. Hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og víðar. Upptök hans voru um fimm kílómetrum vestan við jarðhitasvæðið í Seltúni á Reykjanesi, skammt frá Kleifarvatni. Upptök skjálftans eru um fimm kílómetrum fyrir vestan jarðhitasvæðið við Seltún á Reykjanesi. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki séu um gosóróa. Margir eftirskjálftar hafi þó mælst og voru þeir orðnir um fimmtíu nú á þriðja tímanum. „Samkvæmt fræðunum ætti stærsti eftirskjálftinn að vera rúmlega fjórir að stærð. En ég þori ekki að segja það núna hversu stór stærsti eftirskjálftinn er en það eru einhverjir hér allavega sem eru þrír að stærð,“ segir Kristín. Aðeins fimm jarðskjálftar stærri en fimm hafa mælst á Reykjanesi síðan stafrænar mælingar hófust árið 1991. „Stærsti skjálftinn sem er af svipaðri stærð og þessi er í raun „triggeraður“ af Suðurlandsskjálftanum 17. júní 2000. Þá í raun var svo mikill hristingur að hann kippti inn einum sjálfta sem var einmitt líka við Kleifarvatn,“ segir Kristín. Tilkynningum hefur rignt inn á Veðurstofuna vegna skjálftans í dag. „Við getum örugglega sagt að sjaldan höfum við fengið jafnmargar tilkynningar. Það er náttúrulega vegna þess að þetta finnst svo svakalega vel á höfuðborgarsvæðinu, það er svo þéttbýlt þar sem hann finnst. En þessi skjálfti fannst vestur á Vestfirði þannig að þetta er mjög stórt svæði sem hann finnst á,“ segir Kristín. „Þetta er ekki jafnstór skjálfti og á Suðurlandsskjálftanum eða í Hveragerði 2008 en vissulega skjálfti sem við fundum mjög vel fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að ég hafi ekki fundið svona skjálfta áður, ekki svona vel.“ Íbúar á suðvesturhorninu hafa fundið fyrir nokkrum stórum jarðskjálftum það sem af er ári. Skjálfti 4,2 að stærð varð um 10 kílómetrum norðaustur af Grindavík í lok ágúst. Þá mældist jarðskjálfti 5,2 að stærð á svipuðum slóðum í mars. Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Vogar Reykjanesbær Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33 Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. 20. október 2020 14:25 „Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. Skjálftinn er einn sá stærsti sem orðið hefur á Reykjanesi síðan stafrænar mælingar hófust árið 1991. Skjálftinn varð klukkan 13:43 og mældist 5,6 að stærð. Hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og víðar. Upptök hans voru um fimm kílómetrum vestan við jarðhitasvæðið í Seltúni á Reykjanesi, skammt frá Kleifarvatni. Upptök skjálftans eru um fimm kílómetrum fyrir vestan jarðhitasvæðið við Seltún á Reykjanesi. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki séu um gosóróa. Margir eftirskjálftar hafi þó mælst og voru þeir orðnir um fimmtíu nú á þriðja tímanum. „Samkvæmt fræðunum ætti stærsti eftirskjálftinn að vera rúmlega fjórir að stærð. En ég þori ekki að segja það núna hversu stór stærsti eftirskjálftinn er en það eru einhverjir hér allavega sem eru þrír að stærð,“ segir Kristín. Aðeins fimm jarðskjálftar stærri en fimm hafa mælst á Reykjanesi síðan stafrænar mælingar hófust árið 1991. „Stærsti skjálftinn sem er af svipaðri stærð og þessi er í raun „triggeraður“ af Suðurlandsskjálftanum 17. júní 2000. Þá í raun var svo mikill hristingur að hann kippti inn einum sjálfta sem var einmitt líka við Kleifarvatn,“ segir Kristín. Tilkynningum hefur rignt inn á Veðurstofuna vegna skjálftans í dag. „Við getum örugglega sagt að sjaldan höfum við fengið jafnmargar tilkynningar. Það er náttúrulega vegna þess að þetta finnst svo svakalega vel á höfuðborgarsvæðinu, það er svo þéttbýlt þar sem hann finnst. En þessi skjálfti fannst vestur á Vestfirði þannig að þetta er mjög stórt svæði sem hann finnst á,“ segir Kristín. „Þetta er ekki jafnstór skjálfti og á Suðurlandsskjálftanum eða í Hveragerði 2008 en vissulega skjálfti sem við fundum mjög vel fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að ég hafi ekki fundið svona skjálfta áður, ekki svona vel.“ Íbúar á suðvesturhorninu hafa fundið fyrir nokkrum stórum jarðskjálftum það sem af er ári. Skjálfti 4,2 að stærð varð um 10 kílómetrum norðaustur af Grindavík í lok ágúst. Þá mældist jarðskjálfti 5,2 að stærð á svipuðum slóðum í mars.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Vogar Reykjanesbær Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33 Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. 20. október 2020 14:25 „Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33
Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. 20. október 2020 14:25
„Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16