Jack Wilshere er án félags eftir að hann komst að samkomulagi um West Ham að rifta samningi sínum við félagið.
Wilshere fékk fá tækifæri undir það síðasta hjá David Moyes og því fékk miðjumaðurinn leyfi til að leita sér að nýju liði.
Ekki hefur það tekist hjá Wilshere að finna sér nýtt félag og hann segir að fólk gleymi því hversu ungur hann er.
„Fólk gleymir því að ég er 28 ára. Allir halda að ég er 30 eða 31 árs og það er líklega því ég byrjaði að spila þegar ég var sextán ára,“ sagi Wilshere í samtali við BBC.
„Það eru tólf ár síðan og það er langur tími í fótbolta. Ég hef verið í formi lengi en ég hef ekki spilað neina leiki,“ bætti Wilshere við.
Wilshere lék lengst af með Arsenal en hefur einnig leikið með Bournemouth, Bolton og nú síðast West Ham.