Vardy náði Ryan Giggs í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 11:01 Jamie Vardy fagnar sigurmarki Leicester á móti Arsenal í gær. EPA-EFE/Catherine Ivill Jamie Vardy byrjaði kannski á bekknum í 1-0 sigri Leicester á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en það var hann sem réði á endanum úrslitum í leiknum. Vardy skallaði boltann inn á 80. mínútu leiksins og þetta eina skot Leicester í leiknum var nóg til að landa öllum þremur stigunum. „Hugmyndin var alltaf að setja Jamie inn. Hann er ógnar mikið og kemur með sjálfstraust inn í liðið. Hann er heimsklassa framherji,“ sagði Brendan Rodgers við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Hann er ótrúlega hæfileikaríkur og við hefðum vilja láta hann byrja leikinn en hann hefur verið frá vegna kálfameiðsla og við urðum að passa upp á hann. Planið var að vera enn inn í leiknum og láta hann spila síðasta hálftímann. Hann lítur út fyrir að vera að fara að skora í hverjum leik,“ sagði Rodgers. Jamie Vardy just loves playing Arsenal doesn t he? Premier League goal number 109, level with Ryan Giggs. pic.twitter.com/s5PPsMVK9w— Betfair (@Betfair) October 25, 2020 Þetta var fyrsti sigur Leicester á Arsenal í 47 ár en þrátt fyrir það hefur Jamie Vardy náð að skora 11 mörk í 12 deildarleikjum á móti Arsenal. Nú loksins dugði mark frá honum til sigurs. Nú er það bara Wayne Rooney sem hefur skorað oftar hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Jamie Vardy hélt áfram að raða inn mörkunum á móti risunum en hann er nú kominn með 26 mörk í 36 leikjum á móri Arsenal (12/11), Manchester City (13/8) og Liverpool (11/7) og hefur svo sannarlega verið maður stóru leikjanna. Jamie Vardy skoraði þarna sitt 109. mark í ensku úrvalsdeildinni og komst þar með upp fyrir Peter Crouch og upp að hlið Ryan Giggs. Giggs spilaði auðvitað aftar á vellinum en Vardy. Vardy spilaði aftur á móti sinn fyrsta leik í ensku deildarkeppninni ekki fyrr en hann var 25 ára gamall. Jamie Vardy scores against Arsenal for the 11th time in 12 games pic.twitter.com/7E8RJkx17I— B/R Football (@brfootball) October 25, 2020 Jamie Vardy hjálpaði Leicester vissulega að vinna enska meistaratitilinn á sínum tíma en hann hefur gjörsamlega blómstrað síðan að Brendan Rodgers tók við liðinu. Það var í febrúar 2019 og síðan hefur Vardy skorað 39 mörk í 51 leik í ensku úrvalsdeildinni. Hinir leikmenn Leicester hafa skorað samanlagt 57 mörk á þessum tíma. Vardy var markakóngur í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð með 23 mörk og hefur síðan skorað á 64 mínútna fresti í deildinni á núverandi leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Sjá meira
Jamie Vardy byrjaði kannski á bekknum í 1-0 sigri Leicester á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en það var hann sem réði á endanum úrslitum í leiknum. Vardy skallaði boltann inn á 80. mínútu leiksins og þetta eina skot Leicester í leiknum var nóg til að landa öllum þremur stigunum. „Hugmyndin var alltaf að setja Jamie inn. Hann er ógnar mikið og kemur með sjálfstraust inn í liðið. Hann er heimsklassa framherji,“ sagði Brendan Rodgers við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Hann er ótrúlega hæfileikaríkur og við hefðum vilja láta hann byrja leikinn en hann hefur verið frá vegna kálfameiðsla og við urðum að passa upp á hann. Planið var að vera enn inn í leiknum og láta hann spila síðasta hálftímann. Hann lítur út fyrir að vera að fara að skora í hverjum leik,“ sagði Rodgers. Jamie Vardy just loves playing Arsenal doesn t he? Premier League goal number 109, level with Ryan Giggs. pic.twitter.com/s5PPsMVK9w— Betfair (@Betfair) October 25, 2020 Þetta var fyrsti sigur Leicester á Arsenal í 47 ár en þrátt fyrir það hefur Jamie Vardy náð að skora 11 mörk í 12 deildarleikjum á móti Arsenal. Nú loksins dugði mark frá honum til sigurs. Nú er það bara Wayne Rooney sem hefur skorað oftar hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Jamie Vardy hélt áfram að raða inn mörkunum á móti risunum en hann er nú kominn með 26 mörk í 36 leikjum á móri Arsenal (12/11), Manchester City (13/8) og Liverpool (11/7) og hefur svo sannarlega verið maður stóru leikjanna. Jamie Vardy skoraði þarna sitt 109. mark í ensku úrvalsdeildinni og komst þar með upp fyrir Peter Crouch og upp að hlið Ryan Giggs. Giggs spilaði auðvitað aftar á vellinum en Vardy. Vardy spilaði aftur á móti sinn fyrsta leik í ensku deildarkeppninni ekki fyrr en hann var 25 ára gamall. Jamie Vardy scores against Arsenal for the 11th time in 12 games pic.twitter.com/7E8RJkx17I— B/R Football (@brfootball) October 25, 2020 Jamie Vardy hjálpaði Leicester vissulega að vinna enska meistaratitilinn á sínum tíma en hann hefur gjörsamlega blómstrað síðan að Brendan Rodgers tók við liðinu. Það var í febrúar 2019 og síðan hefur Vardy skorað 39 mörk í 51 leik í ensku úrvalsdeildinni. Hinir leikmenn Leicester hafa skorað samanlagt 57 mörk á þessum tíma. Vardy var markakóngur í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð með 23 mörk og hefur síðan skorað á 64 mínútna fresti í deildinni á núverandi leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Sjá meira