Rúnar Alex líklega að fá fyrsta tækifærið hjá Arsenal í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 13:01 Rúnar Alex Runarsson á æfingu hjá Arsenal fyrir Evrópudeildarleikinn á móti Dundalk. Getty/David Price Allt bendir til þess að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson spili sinn fyrsta leik með Arsenal í kvöld þegar liðið fær írska félagið Dundalk í heimsókn. Arsenal hefur verið með sviðsljósið á íslenska markvörðinn á samfélagsmiðlum sínum í aðdraganda leiksins á Emirates leikvanginum í kvöld og það er ekki hægt að lesa annað en að Bernd Leno fái hvíld í leik kvöldsins. @runaralex #UEL pic.twitter.com/ovVDbyYS86— Arsenal (@Arsenal) October 28, 2020 Arsenal keypti Rúnar Alex Rúnarsson frá franska félaginu Dijon í lok september en hann hefur ekki enn fengið að spila með liðinu. Rúnar Alex Rúnarsson er varamarkvörður Bernd Leno og hefur setið á varamannabekknum í alls sjö leikjum Arsenal á leiktíðinni þar af á móti Rapid Vín i fyrsta Evrópudeildarleik liðsins. Bernd Leno hefur spilað alla þessa leiki og hefur alls haldið hreinu í þremur leikjum og fengið á sig átta mörk í nóu leikjum með Arsenal í öllum keppnum á tímabilinu. Spili Rúnar Alex í kvöld þá verður það fyrsti leikur Íslendings í búningi Arsenal síðan að Ólafur Ingi Skúlason lék sinn eina leik með Arsenal 2. desember 2003. Ólafur Ingi kom þá inn á em varamaður fyrir Justin Hoyte á 55. mínútu á móti Wolves í 32 liða úrslitum enska deildabikarsins. Það far að fara mun aftar til að finna síðasta byrjunarliðsleik Íslendings með aðalliði Arsenal en Sigurður Jónsson var síðasta í byrjunarliði Arsenal í deildarleik á móti Norwich City 6. október 1990. Saves. Stops. Shots. Preparations for @DundalkFCThe best of today's #UEL session — Arsenal (@Arsenal) October 28, 2020 Arsenal vann leikinn 2-0 með tveimur mörkum frá Paul Davis og vann síðan enska meistaratitilinn um vorið. Sigurður átti stórgóðan leik en síðan tóku bakmeiðslin sig upp sem áttu eftir að enda tíma hans hjá Arsenal. Leikur Arsenal og Dundalk verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Þrír aðrir leikir verða sýndir beint í kvöld. Leikur AEK og Leicester er á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 17.45 og á sama tíma verður sýndur leikur Antwerpen og Tottenham á Stöð 2 Sport 4. Á sama tíma og Arsenal leikurinn er sýndur verður leikur AZ Alkmaar og Rijeka sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en þar fær vonandi Albert Guðmundsson að spreyta sig með AZ Alkmaar. Alex Rúnarsson is the sixth Icelandic to Play for Arsenal after:1. Albert Guðmundsson (1946-'47): 2 A2. Siggi Jónsson (1989-'91): 8 A3. Valur Gíslason (1996-'97): 0 A4. Stefán Gíslason (1997-'98): 0 A5. Ólafur Ingi Skúlason (2001-'05): 1 A#Zaha #Aouar #Partey #afc pic.twitter.com/d0Q9dkWP0e— Get English Football News (@_GEFN_) September 21, 2020 Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Sjá meira
Allt bendir til þess að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson spili sinn fyrsta leik með Arsenal í kvöld þegar liðið fær írska félagið Dundalk í heimsókn. Arsenal hefur verið með sviðsljósið á íslenska markvörðinn á samfélagsmiðlum sínum í aðdraganda leiksins á Emirates leikvanginum í kvöld og það er ekki hægt að lesa annað en að Bernd Leno fái hvíld í leik kvöldsins. @runaralex #UEL pic.twitter.com/ovVDbyYS86— Arsenal (@Arsenal) October 28, 2020 Arsenal keypti Rúnar Alex Rúnarsson frá franska félaginu Dijon í lok september en hann hefur ekki enn fengið að spila með liðinu. Rúnar Alex Rúnarsson er varamarkvörður Bernd Leno og hefur setið á varamannabekknum í alls sjö leikjum Arsenal á leiktíðinni þar af á móti Rapid Vín i fyrsta Evrópudeildarleik liðsins. Bernd Leno hefur spilað alla þessa leiki og hefur alls haldið hreinu í þremur leikjum og fengið á sig átta mörk í nóu leikjum með Arsenal í öllum keppnum á tímabilinu. Spili Rúnar Alex í kvöld þá verður það fyrsti leikur Íslendings í búningi Arsenal síðan að Ólafur Ingi Skúlason lék sinn eina leik með Arsenal 2. desember 2003. Ólafur Ingi kom þá inn á em varamaður fyrir Justin Hoyte á 55. mínútu á móti Wolves í 32 liða úrslitum enska deildabikarsins. Það far að fara mun aftar til að finna síðasta byrjunarliðsleik Íslendings með aðalliði Arsenal en Sigurður Jónsson var síðasta í byrjunarliði Arsenal í deildarleik á móti Norwich City 6. október 1990. Saves. Stops. Shots. Preparations for @DundalkFCThe best of today's #UEL session — Arsenal (@Arsenal) October 28, 2020 Arsenal vann leikinn 2-0 með tveimur mörkum frá Paul Davis og vann síðan enska meistaratitilinn um vorið. Sigurður átti stórgóðan leik en síðan tóku bakmeiðslin sig upp sem áttu eftir að enda tíma hans hjá Arsenal. Leikur Arsenal og Dundalk verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Þrír aðrir leikir verða sýndir beint í kvöld. Leikur AEK og Leicester er á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 17.45 og á sama tíma verður sýndur leikur Antwerpen og Tottenham á Stöð 2 Sport 4. Á sama tíma og Arsenal leikurinn er sýndur verður leikur AZ Alkmaar og Rijeka sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en þar fær vonandi Albert Guðmundsson að spreyta sig með AZ Alkmaar. Alex Rúnarsson is the sixth Icelandic to Play for Arsenal after:1. Albert Guðmundsson (1946-'47): 2 A2. Siggi Jónsson (1989-'91): 8 A3. Valur Gíslason (1996-'97): 0 A4. Stefán Gíslason (1997-'98): 0 A5. Ólafur Ingi Skúlason (2001-'05): 1 A#Zaha #Aouar #Partey #afc pic.twitter.com/d0Q9dkWP0e— Get English Football News (@_GEFN_) September 21, 2020
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Sjá meira