Kai Havertz er ekki í leikmannahópi Chelsea sem mætir Rennes í Meistaradeildinni í kvöld. Hann hefur greinst með kórónueviruna.
Frank Lampard, stjóri Chelsea, staðfesti að Havertz hafi greinst með veiruna fyrir leik kvöldsins og því er hann kominn í einangrun.
„Hann yfirgaf hópinn og er núna í einangrun að fylgja fyrirmælum lækna. Við höldum áfram. Við óskum honum alls hins besta heima,“ sagði Lampard fyrir leik kvöldsins.
„Allir aðrir hafa farið í skimanir og eru neikvæðir.“
Þessi 21 árs Þjóðverji gekk í raðir Chelsea frá Leverkusen í september og hefur byrjað alla leiki Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni það sem af er tímabili.
BREAKING: Chelsea midfielder Kai Havertz has tested positive for coronavirus and is currently self-isolating.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 4, 2020