Hvað gera AP og Fox ef Biden tekur Georgíu? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2020 11:03 Enn er talið vestanhafs og spennandi að sjá hvað miðlarnir gera ef Biden tekur afgerandi forystu í Georgíu eða Nevada. epa/Clemens Bilan Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, hefur nú naumt forskot á Donald Trump í Georgíu en aðeins munar nokkur hundruð atkvæðum á frambjóðendunum. Forsetinn má ekki við því að tapa Georgíu og þarf sömuleiðis að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á endurkjöri. Nokkurs misræmis gætir í tölum stóru erlendu miðlanna þegar kemur að kjörmönnum en skýringin er sú að hluti þeirra, t.d. Associated Press og Fox News, hafa lýst Biden sigurvegara í Arizona en aðrir, m.a. New York Times og Washington Post, hafa enn ekki úrskurðað hvor frambjóðandinn hlýtur kjörmennina 11. Biden er þannig með 264 kjörmenn hjá fyrrnefndu miðlunum en 253 kjörmenn hjá síðarnefndu miðlunum. Trump er með 213 kjörmenn en frambjóðandi þarf að tryggja sér 270 kjörmenn til að landa Hvíta húsinu. Spáð og spegúlerað Ástæðan fyrir því að erlendu miðlarnir virðast skiptast í tvær blokkir þegar kemur að því að lýsa frambjóðendurna sigurvegara í hverju ríki fyrir sig er m.a. sú að margir þeirra reiða sig á tvær ólíkar upplýsingauppsprettur, ef svo má að orði komast, en svo er einnig samspil þarna á milli. AP, sem hefur löngum þótt „gullstandardinn“ þegar kemur að því að ákveða úrslit í kosningum, heldur úti rannsóknararm sem kallast AP VoteCast og hefur, í samstarfi við University of Chicago, þróað nálgun sem miðar sérstaklega að því að taka tillit til síaukins hlutfalls atkvæða sem greidd eru fyrir kjördag. AP er einnig með um 4 þúsund útsendara á sínum snærum, sem safna upplýsingum frá kjörstjórnum í öllum sýslum landsins og hringja upplýsingarnar inn til sérstakra talningastöðva miðilsins. Þar taka 800 einstaklingar á móti upplýsingunum og fara yfir þær áður en þær eru settar inn í spákerfi AP. Tveir ritstjórnar þurfa síðan að leggja blessun sína yfir hverja ákvörðun um að lýsa sigurvegara. BREAKING: Joe Biden wins Arizona. #APracecall at 12:51 a.m. MST. #Election2020 https://t.co/lGfinjTqT4— AP Politics (@AP_Politics) November 4, 2020 Margir aðrir fjölmiðlar, t.d. Guardian, NPR, PBS. Financial Times og dagblaðakeðjurnar Gannett og McClatchy, reiða sig á upplýsingar frá Associated Press og bíða jafnvel eftir því að AP ríði á vaðið áður en þeir lýsa sigurvegara í kosningum. Google notast einnig við gögn frá AP. Aðrir stórir miðlar, m.a. ABC, CBS, CNN og NBC taka allir eigin ákvarðanir en deila upplýsingum sem aðilar að National Election Pool, sem byggir m.a. á útgönguspám og öðrum gögnum frá rannsóknarfyrirtækinu Edison Research. AP sagði sig frá þessu samstarfi eftir kosningarnar 2016. New York Times og Washington Post horfa vissulega til gagna frá AP en hafa, að þessu sinni a.m.k., farið varlegar í yfirlýsingar og hjá þeim stendur Biden í 253 kjörmönnum. Gætu lent í bobba Greint hefur verið frá því að nánustu samstarfsmenn Trump hafi beitt sér fyrir því að AP og sérstaklega Fox News afturkölluðu ákvörðun sína um að lýsa Biden sigurvegara í Arizona, sérstaklega í ljósi þess að aðrir miðlar hafa haldið aftur að sér og að Trump hefur saxað á forskot Biden eftir því sem liðið hefur á talningu atkvæða. AP og Fox News hafa hins vegar neitað en það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvað gerist ef sú staða kemur upp að Georgía verður næsta ríkið þar sem endanleg úrslit liggja fyrir. Ef Biden tryggir sér þannig hina 16 kjörmenn ríkisins verður hann kominn með 280 kjörmenn hjá þessum miðlum og í raun kjörinn forseti. Hvað gerist þá, spyrja menn? Munu AP og Fox stökkva til og lýsa Biden forseta, eða munu þeir halda að sér höndum; færa töluna upp í 280 en bíða með yfirlýsinguna stóru? Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fjölmiðlar Fréttaskýringar Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, hefur nú naumt forskot á Donald Trump í Georgíu en aðeins munar nokkur hundruð atkvæðum á frambjóðendunum. Forsetinn má ekki við því að tapa Georgíu og þarf sömuleiðis að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á endurkjöri. Nokkurs misræmis gætir í tölum stóru erlendu miðlanna þegar kemur að kjörmönnum en skýringin er sú að hluti þeirra, t.d. Associated Press og Fox News, hafa lýst Biden sigurvegara í Arizona en aðrir, m.a. New York Times og Washington Post, hafa enn ekki úrskurðað hvor frambjóðandinn hlýtur kjörmennina 11. Biden er þannig með 264 kjörmenn hjá fyrrnefndu miðlunum en 253 kjörmenn hjá síðarnefndu miðlunum. Trump er með 213 kjörmenn en frambjóðandi þarf að tryggja sér 270 kjörmenn til að landa Hvíta húsinu. Spáð og spegúlerað Ástæðan fyrir því að erlendu miðlarnir virðast skiptast í tvær blokkir þegar kemur að því að lýsa frambjóðendurna sigurvegara í hverju ríki fyrir sig er m.a. sú að margir þeirra reiða sig á tvær ólíkar upplýsingauppsprettur, ef svo má að orði komast, en svo er einnig samspil þarna á milli. AP, sem hefur löngum þótt „gullstandardinn“ þegar kemur að því að ákveða úrslit í kosningum, heldur úti rannsóknararm sem kallast AP VoteCast og hefur, í samstarfi við University of Chicago, þróað nálgun sem miðar sérstaklega að því að taka tillit til síaukins hlutfalls atkvæða sem greidd eru fyrir kjördag. AP er einnig með um 4 þúsund útsendara á sínum snærum, sem safna upplýsingum frá kjörstjórnum í öllum sýslum landsins og hringja upplýsingarnar inn til sérstakra talningastöðva miðilsins. Þar taka 800 einstaklingar á móti upplýsingunum og fara yfir þær áður en þær eru settar inn í spákerfi AP. Tveir ritstjórnar þurfa síðan að leggja blessun sína yfir hverja ákvörðun um að lýsa sigurvegara. BREAKING: Joe Biden wins Arizona. #APracecall at 12:51 a.m. MST. #Election2020 https://t.co/lGfinjTqT4— AP Politics (@AP_Politics) November 4, 2020 Margir aðrir fjölmiðlar, t.d. Guardian, NPR, PBS. Financial Times og dagblaðakeðjurnar Gannett og McClatchy, reiða sig á upplýsingar frá Associated Press og bíða jafnvel eftir því að AP ríði á vaðið áður en þeir lýsa sigurvegara í kosningum. Google notast einnig við gögn frá AP. Aðrir stórir miðlar, m.a. ABC, CBS, CNN og NBC taka allir eigin ákvarðanir en deila upplýsingum sem aðilar að National Election Pool, sem byggir m.a. á útgönguspám og öðrum gögnum frá rannsóknarfyrirtækinu Edison Research. AP sagði sig frá þessu samstarfi eftir kosningarnar 2016. New York Times og Washington Post horfa vissulega til gagna frá AP en hafa, að þessu sinni a.m.k., farið varlegar í yfirlýsingar og hjá þeim stendur Biden í 253 kjörmönnum. Gætu lent í bobba Greint hefur verið frá því að nánustu samstarfsmenn Trump hafi beitt sér fyrir því að AP og sérstaklega Fox News afturkölluðu ákvörðun sína um að lýsa Biden sigurvegara í Arizona, sérstaklega í ljósi þess að aðrir miðlar hafa haldið aftur að sér og að Trump hefur saxað á forskot Biden eftir því sem liðið hefur á talningu atkvæða. AP og Fox News hafa hins vegar neitað en það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvað gerist ef sú staða kemur upp að Georgía verður næsta ríkið þar sem endanleg úrslit liggja fyrir. Ef Biden tryggir sér þannig hina 16 kjörmenn ríkisins verður hann kominn með 280 kjörmenn hjá þessum miðlum og í raun kjörinn forseti. Hvað gerist þá, spyrja menn? Munu AP og Fox stökkva til og lýsa Biden forseta, eða munu þeir halda að sér höndum; færa töluna upp í 280 en bíða með yfirlýsinguna stóru?
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fjölmiðlar Fréttaskýringar Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent