Innlent

Þrjátíu mál inn á borð lögreglu

Telma Tómasson skrifar
Lögreglustöðin Hverfisgötu
Lögreglustöðin Hverfisgötu Visir/ Vilhelm Gunnarsson

Þrjátíu verkefni komu inn á borð lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, en í mörgum þeirra þurfti lögreglan að veita sálrænan stuðning, eftir því sem fram kemur í tilkynningu.

Engum stórmálum virðist hafa þurft að sinna en samkvæmt venju var nokkuð um að ökumenn væru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis og einnig tilkynnt um innbrot í fjölbýlishús í Breiðholti.

Þá var upp úr klukkan eitt tilkynnt um skemmdarverk í Höfðahverfinu, en þar var kona grunuð um að brjóta rúður í sjö bifreiðum og telst eignatjón nokkuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×