Gefa lítið fyrir grænt plan borgarinnar: „Enn ein glærusýningin um ekki neitt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 12:52 Kolbrún Baldursdóttir og Vigdís Hauksdóttir virðast lítt hrifnar af grænu plani Dags B. Eggertssonar og meirihlutans í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, gefa lítið fyrir „Græna planið“ svokallaða, sóknaráætlun Reykjavíkurborgar eftir heimsfaraldur. Vigdís segir illa farið með tíma borgarráðs með umræðu um planið og Kolbrún segir planið líta vel út á blaði en verkefnið skorti samkvæmni. Græna planið var kynnt á fundi borgarráðs á fimmtudaginn en í bókun meirihlutans frá fundinum segir að planið byggi á áherslum um umhverfislega-, félagslega- og efnahagslega sjálfbærni. „Meðal markmiða græna plansins er að kolefnishlutleysi Reykjavíkur verði náð, að grænn vöxtur stuðli að samkeppnishæfri borg sem laðar til sín fólk alls staðar að og græna umbreytingin sem framundan er verði byggð á réttlæti, sanngirni og þátttöku þar sem engin er skilin eftir,“ segir meðal annars um verkefnið í bókun meirihlutans. Meðal þess sem felist í verkefninu sé bygging þúsund íbúða á ári, þar af 80% meðfram borgarlínu. Áhersla sé á græna samgönguinnvið, vottuð græn hverfi, nýja samgöngumiðstöð, skógrækt og vísindagarða svo fátt eitt sé nefnt. „ Í græna planinu verður einnig unnið gegn fátækt, bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla brúað, stutt við börn í viðkvæmri stöðu strax og byggt fyrir hópa sem á þurfa að halda – en umfram allt: skapað samfélag þar sem allir einstaklingar geta vaxið og dafnað,“ segir ennfremur í bókun meirihlutans. Vigdís Hauksdóttir, sem situr sem áheyrnarfulltrúi í borgarráði, lagði einnig fram bókun á fundinum þar sem hún lýsti vanþóknun sinni. „Enn ein glærusýningin um ekki neitt. Tíma borgarrás og fjölmargra embættismanna borgarinnar er mjög illa varið með því að sitja undir skýjaborgum borgarstjóra og meirihlutans. Verið er að beina sjónum frá raunverulegri stöðu Reykjavíkurborgar. Meirihlutinn er á flótta frá raunveruleikanum og getur ekki horfst í augu við ástandið. Það er þeim um megn,“ segir í bókun Vigdísar. Þá sé „slegið í glærusýningu um bækling sem búið er að senda í hvert einasta hús í borginni og nágrannasveitarfélögum og þar að auki að kynna og setja á langar ræður um sama efni í borgarstjórn,“ eins og það er orðað í bókun Vigdísar sem vill meina að meirihlutinn átti sig ekki á þeim raunveruleika sem blasi við. „Reykjavíkurborg rambar á barmi gjaldþrots, atvinnuleysi eykst dag frá degi, sárafátækt þeirra sem verst standa er staðreynd, hjúkrunarheimili vantar, fyrirtæki eru flæmd í burtu úr borginni, listinn er ótæmandi. Í stað þess að horfast í augu við vandann er búin til smjörklípa sem kölluð er „græna planið“ til að forðast það að takast á við aðsteðjandi vandamál og rætt aftur og aftur og aftur,“ segir Vigdís sem telur Reykvíkinga eiga betra skilið.“‘ Hraðbraut samræmist ekki grænu plani að mati Flokks fólksins Kolbrún Baldursdóttir sem einnig er áheyrnarfulltrúi í borgarráði segir græna planið einungis líta vel út á blaði. „Það sem fer fyrir brjóstið á fulltrúa Flokks fólksins og fleirum varðandi þetta græna plan er skortur á samkvæmni. Að byggja hraðbraut við væntanlegan Vetrargarð, skipulagning vegar sem er stórfelld landníðsla, óafturkræf getur varla flokkast undir grænt plan,“ segir í bókun Kolbrúnar. Þá sakar hún meirihlutann um hræsni, borgaryfirvöld hafi gefið sig út fyrir að vera náttúruunnendur og með grænar áherslur en ætli sér engu að síður að „að sprengja fyrir hraðbraut á grænu svæði með fjölbreyttri náttúru og fuglalífi þegar við blasir önnur betri leið, að láta veginn liggja um Tónahvarf í Kópavogi. Þessi framkvæmd mun skerða framtíðarmöguleika þessa svæðis sem er einn besti útsýnisstaður í borginni enda einn sá hæsti,“ segir Kolbrún í bókuninni. Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, gefa lítið fyrir „Græna planið“ svokallaða, sóknaráætlun Reykjavíkurborgar eftir heimsfaraldur. Vigdís segir illa farið með tíma borgarráðs með umræðu um planið og Kolbrún segir planið líta vel út á blaði en verkefnið skorti samkvæmni. Græna planið var kynnt á fundi borgarráðs á fimmtudaginn en í bókun meirihlutans frá fundinum segir að planið byggi á áherslum um umhverfislega-, félagslega- og efnahagslega sjálfbærni. „Meðal markmiða græna plansins er að kolefnishlutleysi Reykjavíkur verði náð, að grænn vöxtur stuðli að samkeppnishæfri borg sem laðar til sín fólk alls staðar að og græna umbreytingin sem framundan er verði byggð á réttlæti, sanngirni og þátttöku þar sem engin er skilin eftir,“ segir meðal annars um verkefnið í bókun meirihlutans. Meðal þess sem felist í verkefninu sé bygging þúsund íbúða á ári, þar af 80% meðfram borgarlínu. Áhersla sé á græna samgönguinnvið, vottuð græn hverfi, nýja samgöngumiðstöð, skógrækt og vísindagarða svo fátt eitt sé nefnt. „ Í græna planinu verður einnig unnið gegn fátækt, bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla brúað, stutt við börn í viðkvæmri stöðu strax og byggt fyrir hópa sem á þurfa að halda – en umfram allt: skapað samfélag þar sem allir einstaklingar geta vaxið og dafnað,“ segir ennfremur í bókun meirihlutans. Vigdís Hauksdóttir, sem situr sem áheyrnarfulltrúi í borgarráði, lagði einnig fram bókun á fundinum þar sem hún lýsti vanþóknun sinni. „Enn ein glærusýningin um ekki neitt. Tíma borgarrás og fjölmargra embættismanna borgarinnar er mjög illa varið með því að sitja undir skýjaborgum borgarstjóra og meirihlutans. Verið er að beina sjónum frá raunverulegri stöðu Reykjavíkurborgar. Meirihlutinn er á flótta frá raunveruleikanum og getur ekki horfst í augu við ástandið. Það er þeim um megn,“ segir í bókun Vigdísar. Þá sé „slegið í glærusýningu um bækling sem búið er að senda í hvert einasta hús í borginni og nágrannasveitarfélögum og þar að auki að kynna og setja á langar ræður um sama efni í borgarstjórn,“ eins og það er orðað í bókun Vigdísar sem vill meina að meirihlutinn átti sig ekki á þeim raunveruleika sem blasi við. „Reykjavíkurborg rambar á barmi gjaldþrots, atvinnuleysi eykst dag frá degi, sárafátækt þeirra sem verst standa er staðreynd, hjúkrunarheimili vantar, fyrirtæki eru flæmd í burtu úr borginni, listinn er ótæmandi. Í stað þess að horfast í augu við vandann er búin til smjörklípa sem kölluð er „græna planið“ til að forðast það að takast á við aðsteðjandi vandamál og rætt aftur og aftur og aftur,“ segir Vigdís sem telur Reykvíkinga eiga betra skilið.“‘ Hraðbraut samræmist ekki grænu plani að mati Flokks fólksins Kolbrún Baldursdóttir sem einnig er áheyrnarfulltrúi í borgarráði segir græna planið einungis líta vel út á blaði. „Það sem fer fyrir brjóstið á fulltrúa Flokks fólksins og fleirum varðandi þetta græna plan er skortur á samkvæmni. Að byggja hraðbraut við væntanlegan Vetrargarð, skipulagning vegar sem er stórfelld landníðsla, óafturkræf getur varla flokkast undir grænt plan,“ segir í bókun Kolbrúnar. Þá sakar hún meirihlutann um hræsni, borgaryfirvöld hafi gefið sig út fyrir að vera náttúruunnendur og með grænar áherslur en ætli sér engu að síður að „að sprengja fyrir hraðbraut á grænu svæði með fjölbreyttri náttúru og fuglalífi þegar við blasir önnur betri leið, að láta veginn liggja um Tónahvarf í Kópavogi. Þessi framkvæmd mun skerða framtíðarmöguleika þessa svæðis sem er einn besti útsýnisstaður í borginni enda einn sá hæsti,“ segir Kolbrún í bókuninni.
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent