„Svelgdist á morgunkaffinu“ þegar hún heyrði viðtalið við Lilju Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 16:22 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kveðst allt annað en sátt við þau orð sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, lét falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir að sér hafi „svelgst á morgunkaffinu“ þegar hún heyrði viðtal við Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og varaformann Framsóknarflokksins á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Lilja hafi í þættinum tengt gagnrýni Hönnu Katrínar á framgöngu ráðherrans í jafnréttismálum við fjölskyldu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Í þættinum sagðist Lilja ætlar að birta öll gögn sem tengjast ráðningu ráðuneytisstjóra í mennta-og menningarmálaráðuneytinu þegar niðurstaða fæst í kærumáli hennar sem nú stendur yfir. Þá benti Lilja á að Viðreisn hafi gagnrýnt sig harkalega á sama tíma og formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sé systir umsækjanda um stöðuna. „Ég var farin að skoða brot á jafnréttislögum löngu áður en Lilja braut þau lög sem menntamálaráðherra við skipan ráðuneytisstjóra. Það hefur enda frá upphafi verið í DNA Viðreisnar að tala fyrir jafnréttismálum, benda á það sem betur má fara og leita leiða til úrbóta,“ skrifar Hanna Katrín í færslu á Facebook þar sem hún bregst við orðum ráðherrans. Hún hafi sömuleiðis löngu áður lagt fram skriflega fyrirspurn um brot á jafnréttislögum við ráðningar í opinber störf til forsætisráðherra og átt um það samtal í þingsal. „Þegar Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, fékk á sig úrskurðinn, úrskurð sem var með þeim harðorðari sem sést hafa, gagnrýndi ég það eðlilega, m.a. í ljósi fyrri umfjöllunar minnar,“ skrifar Hanna Katrín ennfremur. Þá listar hún fimm ástæður fyrir því hvers vegna ekki sé við Viðreisn að sakast að mati Hönnu Katrínar. „Það var ekki Viðreisn sem réð innmúraðan Framsóknarmann sem formann hæfninefndar - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem fékk á sig harðorðan úrskurð um brot á jafnréttislögum - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem kaus að fara þá áður (sem betur fer) ótroðnu slóð að stefna konunni sem leitaði réttar síns og vann - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem tók eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni kvenna sem þora að sækja rétt sinn þegar þær telja á sér brotið af valdhöfum - Það var Framsókn. Það er ekki Viðreisn sem dregur fjölskyldu gagnrýnenda inn í málið - Það er Framsókn,“ skrifar Hanna Katrín. Alþingi Viðreisn Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir að sér hafi „svelgst á morgunkaffinu“ þegar hún heyrði viðtal við Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og varaformann Framsóknarflokksins á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Lilja hafi í þættinum tengt gagnrýni Hönnu Katrínar á framgöngu ráðherrans í jafnréttismálum við fjölskyldu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Í þættinum sagðist Lilja ætlar að birta öll gögn sem tengjast ráðningu ráðuneytisstjóra í mennta-og menningarmálaráðuneytinu þegar niðurstaða fæst í kærumáli hennar sem nú stendur yfir. Þá benti Lilja á að Viðreisn hafi gagnrýnt sig harkalega á sama tíma og formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sé systir umsækjanda um stöðuna. „Ég var farin að skoða brot á jafnréttislögum löngu áður en Lilja braut þau lög sem menntamálaráðherra við skipan ráðuneytisstjóra. Það hefur enda frá upphafi verið í DNA Viðreisnar að tala fyrir jafnréttismálum, benda á það sem betur má fara og leita leiða til úrbóta,“ skrifar Hanna Katrín í færslu á Facebook þar sem hún bregst við orðum ráðherrans. Hún hafi sömuleiðis löngu áður lagt fram skriflega fyrirspurn um brot á jafnréttislögum við ráðningar í opinber störf til forsætisráðherra og átt um það samtal í þingsal. „Þegar Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, fékk á sig úrskurðinn, úrskurð sem var með þeim harðorðari sem sést hafa, gagnrýndi ég það eðlilega, m.a. í ljósi fyrri umfjöllunar minnar,“ skrifar Hanna Katrín ennfremur. Þá listar hún fimm ástæður fyrir því hvers vegna ekki sé við Viðreisn að sakast að mati Hönnu Katrínar. „Það var ekki Viðreisn sem réð innmúraðan Framsóknarmann sem formann hæfninefndar - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem fékk á sig harðorðan úrskurð um brot á jafnréttislögum - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem kaus að fara þá áður (sem betur fer) ótroðnu slóð að stefna konunni sem leitaði réttar síns og vann - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem tók eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni kvenna sem þora að sækja rétt sinn þegar þær telja á sér brotið af valdhöfum - Það var Framsókn. Það er ekki Viðreisn sem dregur fjölskyldu gagnrýnenda inn í málið - Það er Framsókn,“ skrifar Hanna Katrín.
Alþingi Viðreisn Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira