Gíbraltar og Færeyjar ofar en Ísland á forgangslistanum Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2020 11:01 Kári Árnason vonsvikinn eftir að hafa skallað rétt framhjá í síðasta leik Íslands í Þjóðadeildinni i ár, gegn Englandi. Getty/Carl Recine Eins dýrmæt og staða Íslands í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar reyndist liðinu í baráttunni um að komast á EM þá hjálpar Þjóðadeildin liðinu ekkert í baráttunni um að komast á HM. Lokastaða í Þjóðadeildinni réði því hvaða lið fóru í umspil um fjögur síðustu sætin á EM, umspilið sem Ísland lék í gegn Rúmeníu og svo Ungverjalandi á dögunum. Staðan í Þjóðadeildinni mun einnig hafa áhrif á umspil fyrir HM í Katar, en þó önnur og mun minni. Aðeins tvö lið komast nefnilega í HM-umspilið í gegnum Þjóðadeildina, og þau verða valin með öðrum hætti en áður. Að þessu sinni telur meira að hafa unnið riðil í D-deild en að hafa lent í 2. sæti í riðli í A-deild. Þess vegna eru Færeyjar og Gíbraltar hærra á forgangslistanum inn í umspilið fyrir HM, en Ísland. Tvö lið úr Þjóðadeildinni með í tólf liða HM-umspilinu Það er þó ólíklegt að frændur vorir Færeyingar komist í umspilið. Liðin sem unnu riðla í A-deild Þjóðadeildarinnar, B-deild og C-deild, eru ofar á listanum. En ef þau enda öll í efsta eða næstefsta sæti síns riðils í undankeppni HM, þá geta Færeyingar farið í umspilið. Eftirtaldar þjóðir unnu sína riðla í Þjóðadeildinni. Efstu tvær þjóðirnar á þessum lista, sem ekki enda í tveimur efstu sætum síns riðils í undankeppni HM, fara í umspil um sæti á HM í Katar. Forgangslisti í HM-umspilið: Frakkland Belgía Ítalía Spánn Wales Austurríki Tékkland Ungverjaland Slóvenía Svartfjallaland Albanía Armenía Gíbraltar Færeyjar Í undankeppni HM verður leikið í tíu riðlum, efstu liðin komast beint á HM og liðin í 2. sæti fara í 12 liða umspil, með liðunum tveimur sem komast þangað sem sigurvegarar riðils í Þjóðadeildinni. Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi í síðasta leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í bili. Ísland leikur í B-deild árið 2022.Getty/Carl Recine Knattspyrnusamband Evrópu kom Þjóðadeildinni á laggirnar haustið 2018 og vegna frábærs árangurs íslenska karlalandsliðsins í fótbolta árin þar á undan þá var Ísland sett í A-deild, sem ein af tólf bestu þjóðum Evrópu. Ísland tapaði öllum leikjum sínum á fyrstu leiktíð keppninnar og hefði fallið ef UEFA hefði ekki ákveðið að fjölga liðum í A-deild, úr 12 í 16. Eftir að hafa aftur tapað öllum leikjum sínum á annarri leiktíð Þjóðadeildarinnar, nú í haust, er Ísland hins vegar fallið niður í B-deild. Næsta leiktíð í Þjóðadeildinni verður árið 2022. Áætlað er að fjórir leikir verði í júní og tveir í september. HM hefst svo í Katar 21. nóvember sama ár. Þjóðadeild UEFA HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Grýtt leið Íslands að HM í Katar Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. 20. nóvember 2020 09:31 Liðin sem verða með Íslandi í B-deild næstu Þjóðadeildar Íslenska karlalandsliðið spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar hún fer fram næst. 19. nóvember 2020 13:30 Ísland mun hrynja niður FIFA-listann Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun falla niður um sjö sæti á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út í næstu viku. 19. nóvember 2020 11:30 Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Sjá meira
Eins dýrmæt og staða Íslands í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar reyndist liðinu í baráttunni um að komast á EM þá hjálpar Þjóðadeildin liðinu ekkert í baráttunni um að komast á HM. Lokastaða í Þjóðadeildinni réði því hvaða lið fóru í umspil um fjögur síðustu sætin á EM, umspilið sem Ísland lék í gegn Rúmeníu og svo Ungverjalandi á dögunum. Staðan í Þjóðadeildinni mun einnig hafa áhrif á umspil fyrir HM í Katar, en þó önnur og mun minni. Aðeins tvö lið komast nefnilega í HM-umspilið í gegnum Þjóðadeildina, og þau verða valin með öðrum hætti en áður. Að þessu sinni telur meira að hafa unnið riðil í D-deild en að hafa lent í 2. sæti í riðli í A-deild. Þess vegna eru Færeyjar og Gíbraltar hærra á forgangslistanum inn í umspilið fyrir HM, en Ísland. Tvö lið úr Þjóðadeildinni með í tólf liða HM-umspilinu Það er þó ólíklegt að frændur vorir Færeyingar komist í umspilið. Liðin sem unnu riðla í A-deild Þjóðadeildarinnar, B-deild og C-deild, eru ofar á listanum. En ef þau enda öll í efsta eða næstefsta sæti síns riðils í undankeppni HM, þá geta Færeyingar farið í umspilið. Eftirtaldar þjóðir unnu sína riðla í Þjóðadeildinni. Efstu tvær þjóðirnar á þessum lista, sem ekki enda í tveimur efstu sætum síns riðils í undankeppni HM, fara í umspil um sæti á HM í Katar. Forgangslisti í HM-umspilið: Frakkland Belgía Ítalía Spánn Wales Austurríki Tékkland Ungverjaland Slóvenía Svartfjallaland Albanía Armenía Gíbraltar Færeyjar Í undankeppni HM verður leikið í tíu riðlum, efstu liðin komast beint á HM og liðin í 2. sæti fara í 12 liða umspil, með liðunum tveimur sem komast þangað sem sigurvegarar riðils í Þjóðadeildinni. Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi í síðasta leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í bili. Ísland leikur í B-deild árið 2022.Getty/Carl Recine Knattspyrnusamband Evrópu kom Þjóðadeildinni á laggirnar haustið 2018 og vegna frábærs árangurs íslenska karlalandsliðsins í fótbolta árin þar á undan þá var Ísland sett í A-deild, sem ein af tólf bestu þjóðum Evrópu. Ísland tapaði öllum leikjum sínum á fyrstu leiktíð keppninnar og hefði fallið ef UEFA hefði ekki ákveðið að fjölga liðum í A-deild, úr 12 í 16. Eftir að hafa aftur tapað öllum leikjum sínum á annarri leiktíð Þjóðadeildarinnar, nú í haust, er Ísland hins vegar fallið niður í B-deild. Næsta leiktíð í Þjóðadeildinni verður árið 2022. Áætlað er að fjórir leikir verði í júní og tveir í september. HM hefst svo í Katar 21. nóvember sama ár.
Eftirtaldar þjóðir unnu sína riðla í Þjóðadeildinni. Efstu tvær þjóðirnar á þessum lista, sem ekki enda í tveimur efstu sætum síns riðils í undankeppni HM, fara í umspil um sæti á HM í Katar. Forgangslisti í HM-umspilið: Frakkland Belgía Ítalía Spánn Wales Austurríki Tékkland Ungverjaland Slóvenía Svartfjallaland Albanía Armenía Gíbraltar Færeyjar
Þjóðadeild UEFA HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Grýtt leið Íslands að HM í Katar Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. 20. nóvember 2020 09:31 Liðin sem verða með Íslandi í B-deild næstu Þjóðadeildar Íslenska karlalandsliðið spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar hún fer fram næst. 19. nóvember 2020 13:30 Ísland mun hrynja niður FIFA-listann Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun falla niður um sjö sæti á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út í næstu viku. 19. nóvember 2020 11:30 Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Sjá meira
Grýtt leið Íslands að HM í Katar Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. 20. nóvember 2020 09:31
Liðin sem verða með Íslandi í B-deild næstu Þjóðadeildar Íslenska karlalandsliðið spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar hún fer fram næst. 19. nóvember 2020 13:30
Ísland mun hrynja niður FIFA-listann Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun falla niður um sjö sæti á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út í næstu viku. 19. nóvember 2020 11:30
Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30