Baskarnir, Januzaj og Silva í draumaheimi Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2020 09:46 Real Sociedad hefur fagnað fjölda marka og sigra það sem af er leiktíð. Getty/Mateo Villalba Byrjun Real Sociedad á leiktíðinni í spænska boltanum hefur verið draumi líkust og enn betri en þegar Xabi Alonso fór með liðinu í titilbaráttu fyrir 17 árum. Fáir bjuggust sjálfsagt við því að eftir tíu umferðir yrði Real Sociedad á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta. Sú var þó raunin. Á meðan að gengi meistara Real Madrid hefur verið misjafnt, og Barcelona virst nánast í molum, hefur hinu 111 ára gamla félagi úr Baskahéraði, Real Sociedad, gengið líkt og í draumi. Sociedad tekur á móti Villarreal í kvöld og getur unnið sinn sjöunda sigur í röð í deildinni. Liðið er með 23 stig og hefur ekki byrjað svona vel síðan að það varð síðast Spánarmeistari, tímabilið 1981-82. Sociedad varð í 6. sæti á siðustu leiktíð. Félagið hafði hægt um sig á leikmannamarkaðnum í haust, og missti Martin Ödegaard aftur úr láni til Real Madrid, en tókst þó að landa snillingnum David Silva sem kom frítt frá Manchester City við litla kátínu Lazio-manna. Sociedad fylgdi þeirri stefnu lengst af í sinni sögu, að nota aðeins leikmenn frá Baskahéraði. Á síðustu áratugum hefur félagið vikið frá þeirri stefnu, eins og þegar það fékk Alfreð Finnbogason árið 2014, en kjarninn í liðinu er eftir sem áður Baskar. Með fleiri uppalda í hópnum en öll hin Þjálfarinn Imanol Alguacil er raunar með 16 leikmenn í sínum aðalliðshópi sem komu í gegnum unglingaakademíu félagsins, fleiri en nokkurt annað félag í spænsku 1. deildinni. Þar á meðal eru spænski landsliðsmaðurinn Mikel Oyarzabal sem kominn er með sex mörk á tímabilinu. Imanol þjálfaði í akademíunni áður en hann tók við aðalliðinu árið 2018. Í dag eru fimm útlendingar í leikmannahópnum hjá Imanol. Þeirra á meðal eru Belginn Adnan Januzaj, sem náði ekki að slá í gegn hjá Manchester United, og sænska ungstirnið Alexander Isak sem kom frá Dortmund í fyrra. Januzaj er á sinni fjórðu leiktíð með Sociedad en þeir hafa skorað tvö mörk hvor á leiktíðinni. Sociedad hefur ekki barist um spænska meistaratitilinn af alvöru síðan árið 2003, með ungan Xabi Alonso þá innanborðs, þegar liðið endaði aðeins tveimur stigum á eftir Real Madrid. Hve lengi liðið endist í titilbaráttunni í vetur verður hins vegar að koma í ljós. Spænski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sjá meira
Fáir bjuggust sjálfsagt við því að eftir tíu umferðir yrði Real Sociedad á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta. Sú var þó raunin. Á meðan að gengi meistara Real Madrid hefur verið misjafnt, og Barcelona virst nánast í molum, hefur hinu 111 ára gamla félagi úr Baskahéraði, Real Sociedad, gengið líkt og í draumi. Sociedad tekur á móti Villarreal í kvöld og getur unnið sinn sjöunda sigur í röð í deildinni. Liðið er með 23 stig og hefur ekki byrjað svona vel síðan að það varð síðast Spánarmeistari, tímabilið 1981-82. Sociedad varð í 6. sæti á siðustu leiktíð. Félagið hafði hægt um sig á leikmannamarkaðnum í haust, og missti Martin Ödegaard aftur úr láni til Real Madrid, en tókst þó að landa snillingnum David Silva sem kom frítt frá Manchester City við litla kátínu Lazio-manna. Sociedad fylgdi þeirri stefnu lengst af í sinni sögu, að nota aðeins leikmenn frá Baskahéraði. Á síðustu áratugum hefur félagið vikið frá þeirri stefnu, eins og þegar það fékk Alfreð Finnbogason árið 2014, en kjarninn í liðinu er eftir sem áður Baskar. Með fleiri uppalda í hópnum en öll hin Þjálfarinn Imanol Alguacil er raunar með 16 leikmenn í sínum aðalliðshópi sem komu í gegnum unglingaakademíu félagsins, fleiri en nokkurt annað félag í spænsku 1. deildinni. Þar á meðal eru spænski landsliðsmaðurinn Mikel Oyarzabal sem kominn er með sex mörk á tímabilinu. Imanol þjálfaði í akademíunni áður en hann tók við aðalliðinu árið 2018. Í dag eru fimm útlendingar í leikmannahópnum hjá Imanol. Þeirra á meðal eru Belginn Adnan Januzaj, sem náði ekki að slá í gegn hjá Manchester United, og sænska ungstirnið Alexander Isak sem kom frá Dortmund í fyrra. Januzaj er á sinni fjórðu leiktíð með Sociedad en þeir hafa skorað tvö mörk hvor á leiktíðinni. Sociedad hefur ekki barist um spænska meistaratitilinn af alvöru síðan árið 2003, með ungan Xabi Alonso þá innanborðs, þegar liðið endaði aðeins tveimur stigum á eftir Real Madrid. Hve lengi liðið endist í titilbaráttunni í vetur verður hins vegar að koma í ljós.
Spænski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sjá meira