Enski boltinn

Lærisveinum Rooney tókst ekki að spyrna sér frá botninum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Wayne Rooney á hliðarlínunni í dag.
Wayne Rooney á hliðarlínunni í dag. vísir/Getty

Tíu leikir fóru fram í ensku B-deildinni í fótbolta í dag og þar var einn íslenskur landsliðsmaður í eldlínunni.

Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 87 mínúturnar þegar lið hans, Millwall, heimsótti Birmingham. Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli.

Manchester United goðsögninni Wayne Rooney tókst ekki að stýra Derby County til sigurs í botnbaráttuslag gegn Wycombe Wanderers og er Derby þar með áfram í neðsta sæti deildarinnar eftir 1-1 jafntefli.

Rooney lagði takkaskóna nýverið á hilluna, tímabundið hið minnsta, til að einbeita sér að þjálfun liðsins.

Norwich heldur sem fastast í toppsæti deildarinnar þrátt fyrir 1-1 jafntefli gegn Coventry á heimavelli í dag. Bournemouth og Watford í næstu sætum á eftir en þetta eru einmitt liðin þrjú sem féllu úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.


Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×