Dagurinn hefst snemma á Stöð 2 Sport því klukkan 06.30 hefst fyrsta útsending dagsins. Hún er frá Golf in Dubai klukkan 06.30 og klukkan 11.00 er það svo suður-afríska meistaramótið.
Enskur ástríðubolti er einnig á dagskránni í dag en Barnsley og Bournemouth mætast kllukkan 17.30 á Stöð 2 Sport 2. það er ekki eini fótboltaleikur dagsins því klukkan 20.00 er það Athletic Bilbao gegn Celta Vigo.
Mayakoba Golf Classic á PGA túrnum klukkan 19.00 og Volunteers of America meistaramótið klukkan 20.00 er einnig á dagskránni í dag.
Dominos Körfuboltakvöld heldur áfram að rúlla þrátt fyrir engan körfubolta en Kjartan Atli Kjartansson og félagar fara yfir stöðuna klukkan 20.00 í kvöld.
Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.