Segir Fakhrizadeh hafa verið skotinn af gervigreind með fjarstýrðri vélbyssu Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2020 15:26 Frá jarðaför kjarnorkuvísindamannsins og hermannsins Mohsen Fakhrizadeh. AP/Varnamálaráðuneyti Írans Ráðamenn í Íran segja að kjarnorkuvísindamaðurinn Mohsen Fakhrizadeh hafi verið skotinn til bana með fjarstýrði vélbyssu. Fjölmiðill í Íran hefur eftir herforingjanum Ali Fadavi að vélbyssunni hafi verið stýrt með gerivgreind. Hann segir að vélbyssunni hafi verið komið fyrir á pallbíl og hún hafi skotið Fakhrizadeh, án þess að hitta eiginkonu hans sem sat við hlið hans í bílnum. Þegar Fakhrizadeh var myrtur sögðu yfirvöld í Íran að til skotbardaga hefði komið þegar tvö teymi hryðjuverkamanna hefðu skotið á bíl hans, skammt frá Tehran, höfuðborg Írans. Ríkissjónarp Íran hafði eftir vitnum að pallbíll hefði verið sprengdur í loft upp til að stöðva bíl Fakhrizadeh og svo hefðu árásarmenn skotið á bílinn. FJölmiðlar í Íran höfðu sömuleiðis eftir vitnum að þrjár eða fjórir árásarmenn hefðu verið felldir. Sjá einnig: Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Sú saga breyttist strax í jarðarför vísindamannsins í síðustu viku og þá sögðu embættismenn fyrst að engir óvinir hafi verið þarna í persónu. Herforinginn Ali Fadavi.EPA/STR „Fakhrizadeh var að keyra þegar vopn, með þróaðri myndavél miðaði á hann,“ sagði Fadavi á viðburði í Tehran í gær samkvæmt Reuters, sem vitna í Tasnim fréttaveituna frá Íran. Herforinginn sagði að byssunni hefði verið stýrt í gegnum gervihnött og að notast hefði verið við gervigreind. Herforinginn sagði að um þrettán skotum hafi verið skotið að Fakhrizadeh. Ummælum Fadavi hefur þegar verið tekið með umtalsverðum efasemdum. Þá hafa þau ekki verið staðfest af öðrum. Í grein BBC er haft eftir sérfræðingum að þeir efist um að vopn af þessu tagi sé til. Sérfræðingar sem blaðamenn Reuters hafa rætt við segja árásina til marks um að þeir sem að henni komu hafi mögulega áhrif innan öryggissveita Írans eða komið útsendurum sínum þar fyrir. Yfirvöld í Íran hafa sakað Ísrael um árásina. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Ráðamenn í Íran heita því að kjarnorkuáætlun þeirra sé í friðsamlegum tilgangi og var formleg kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins lögð niður árið 2003. Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn segja þó að vinnan hafi haldið áfram í laumi eftir það og árið 2018 nefndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael Fakhrizadeh sérstaklega í því samhengi. Íran Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Hann segir að vélbyssunni hafi verið komið fyrir á pallbíl og hún hafi skotið Fakhrizadeh, án þess að hitta eiginkonu hans sem sat við hlið hans í bílnum. Þegar Fakhrizadeh var myrtur sögðu yfirvöld í Íran að til skotbardaga hefði komið þegar tvö teymi hryðjuverkamanna hefðu skotið á bíl hans, skammt frá Tehran, höfuðborg Írans. Ríkissjónarp Íran hafði eftir vitnum að pallbíll hefði verið sprengdur í loft upp til að stöðva bíl Fakhrizadeh og svo hefðu árásarmenn skotið á bílinn. FJölmiðlar í Íran höfðu sömuleiðis eftir vitnum að þrjár eða fjórir árásarmenn hefðu verið felldir. Sjá einnig: Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Sú saga breyttist strax í jarðarför vísindamannsins í síðustu viku og þá sögðu embættismenn fyrst að engir óvinir hafi verið þarna í persónu. Herforinginn Ali Fadavi.EPA/STR „Fakhrizadeh var að keyra þegar vopn, með þróaðri myndavél miðaði á hann,“ sagði Fadavi á viðburði í Tehran í gær samkvæmt Reuters, sem vitna í Tasnim fréttaveituna frá Íran. Herforinginn sagði að byssunni hefði verið stýrt í gegnum gervihnött og að notast hefði verið við gervigreind. Herforinginn sagði að um þrettán skotum hafi verið skotið að Fakhrizadeh. Ummælum Fadavi hefur þegar verið tekið með umtalsverðum efasemdum. Þá hafa þau ekki verið staðfest af öðrum. Í grein BBC er haft eftir sérfræðingum að þeir efist um að vopn af þessu tagi sé til. Sérfræðingar sem blaðamenn Reuters hafa rætt við segja árásina til marks um að þeir sem að henni komu hafi mögulega áhrif innan öryggissveita Írans eða komið útsendurum sínum þar fyrir. Yfirvöld í Íran hafa sakað Ísrael um árásina. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Ráðamenn í Íran heita því að kjarnorkuáætlun þeirra sé í friðsamlegum tilgangi og var formleg kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins lögð niður árið 2003. Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn segja þó að vinnan hafi haldið áfram í laumi eftir það og árið 2018 nefndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael Fakhrizadeh sérstaklega í því samhengi.
Íran Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira