Ronaldo skoraði tvívegis er Juventus pakkaði Barcelona saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2020 22:00 Ronaldo leiddist ekki að skora tvívegis í kvöld. EPA-EFE/Alberto Estevez Juventus bætti heldur betur upp fyrir tapið á heimavelli gegn Barcelona fyrr á þessari leiktíð. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í öruggum 3-0 sigri Ítalíumeistaranna sem tryggðu sér toppsæti G-riðils í leiðinni. Það tók gestina aðeins þrettán mínútur að komast yfir en þá skoraði Ronaldo úr vítaspyrnu. Weston McKennie bætti við öðru marki Juventus á 20. mínútu og staðan 2-0 gestunum í vil í hálfleik. Snemma í síðari hálfleik fór knötturinn í hendi Clement Lenglet innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Ronaldo fór aftur á punktinn og skoraði af öryggi. Var þetta 14. mark Ronaldo í síðustu 13 leikjum á Nou Camp, heimavelli Barcelona. Cristiano Ronaldo has scored 14 goals in his last 13 games at Camp Nou pic.twitter.com/aziQtJBaja— B/R Football (@brfootball) December 8, 2020 Staðan orðin 3-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Var þetta í fyrsta skipti sem Ronaldo og Lionel Messi mætast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Portúgalinn hafði betur í kvöld og fer eflaust sáttur á koddann. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Fótbolti
Juventus bætti heldur betur upp fyrir tapið á heimavelli gegn Barcelona fyrr á þessari leiktíð. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í öruggum 3-0 sigri Ítalíumeistaranna sem tryggðu sér toppsæti G-riðils í leiðinni. Það tók gestina aðeins þrettán mínútur að komast yfir en þá skoraði Ronaldo úr vítaspyrnu. Weston McKennie bætti við öðru marki Juventus á 20. mínútu og staðan 2-0 gestunum í vil í hálfleik. Snemma í síðari hálfleik fór knötturinn í hendi Clement Lenglet innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Ronaldo fór aftur á punktinn og skoraði af öryggi. Var þetta 14. mark Ronaldo í síðustu 13 leikjum á Nou Camp, heimavelli Barcelona. Cristiano Ronaldo has scored 14 goals in his last 13 games at Camp Nou pic.twitter.com/aziQtJBaja— B/R Football (@brfootball) December 8, 2020 Staðan orðin 3-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Var þetta í fyrsta skipti sem Ronaldo og Lionel Messi mætast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Portúgalinn hafði betur í kvöld og fer eflaust sáttur á koddann. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti