Rosengård gekk hreint til verks í leiknum í Tíblisi í dag og var komið í 0-6 eftir rúman hálftíma. Sænska liðið bætti svo einu marki við í seinni hálfleik.
Glódís var á sínum stað í vörn Rosengård og lék allan leikinn. Hún kom liðinu í 0-6 á 33. mínútu eftir stoðsendingu frá Johönnu Rytting Kaneryd.
33 MÅL! Denna gång är det Viggósdóttir som nickar in bollen.
— FC Rosengård (@FCRosengard) December 9, 2020
| 0-6
Auk Glódísar voru Jelena Cankovic, Rytting Kaneryd, Anna Anvegård, Sanne Troelsgaard, Hanna Bennison og Caroline Seger á skotskónum í dag.
Seinni leikur Rosengård og Lanchkhuti fer fram í Malmö eftir viku.