Geggjað að draumafélagið sé að fylgjast með Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2020 17:30 Phil Foden og Ísak Bergmann í baráttunni í fyrsta A-landsleik Skagamannsins unga. Chloe Knott/Getty Images Ísak Bergmann Jóhannesson segist lítið vera að velta sér upp úr framtíð sinni. Hann segir þó að það sé ánægjulegt að vita að draumafélag hans, Manchester United, sé að fylgjast með gangi mála. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna mánuði en hann stökk fram á sjónvarsviðið er hann greip tækifærið og stimplaði sig inn sem byrjunarliðsmaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Skagamaðurinn átti frábært tímabil og skoraði þrjú mörk ásamt því að leggja upp önnur tíu. Hann er almennt talinn með efnilegri leikmönnum sem hafa komið upp í sænsku deildinni undanfarin ár. Ég fann gull! Ég geymi frumrit af öllum ljósmyndum sem ég tek og var að fletta í þeim. Þessar tók ég í jan 2014. Ísak Bergmann með ÍA í 5. flokki karla. Ísak er í dag í viðtali við strákana í Ungstirnunum í podcasti https://t.co/HfAoxn1dyE. Mæli með geggjuðum þætti. #fotboltinet pic.twitter.com/i2fsSPHmLN— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) December 14, 2020 Hann ræddi við hlaðvarpsþáttinn Ungstirnin sem finna má á Fótbolta.net í dag þar sem hann fór meðal annars yfir áhuga stórliða og hvað framtíðin ber í skauti sér. „Það er fyrst og fremst mjög gaman að það sé að gerast. Ég spái voðalega lítið í því. Þegar leikurinn byrjar er ég ekki að spá í því hvað er að gerat en þegar maður sér fréttirnar eftir leikinn sér maður að þetta er svolítið flott. Það er geggjað að draumafélagið [Manchester] United séð að fylgjast með manni. Það eru forréttindi en ég reyni að spá lítið í þessu,“ sagði Ísak Bergmann í viðtalinu. Þá var Ísak spurður út í hvaða þjálfarar heilla hann mest. „Jurgen Klopp og Pep Guardiola eru tveir af þeim bestu. Svo er ég einnig mjög hrifinn af því hvernig liðin hans Julian Nagelsmann spila. Hversu mikil hlaupagetan er, hvernig þau spila og pressa er geggjað. Maurico Pochettino er líka flottur sem og margir aðrir,“ sagði Ísak Bergmann að lokum. Viðtalið í heild sinni má finna inn á Fótbolti.net. Ísak Bergmann hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og þá lék hann sinn fyrsta A-landsleik er Ísland tapaði fyrir Englendingum á Wembley í nóvember. Fótbolti Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira
Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna mánuði en hann stökk fram á sjónvarsviðið er hann greip tækifærið og stimplaði sig inn sem byrjunarliðsmaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Skagamaðurinn átti frábært tímabil og skoraði þrjú mörk ásamt því að leggja upp önnur tíu. Hann er almennt talinn með efnilegri leikmönnum sem hafa komið upp í sænsku deildinni undanfarin ár. Ég fann gull! Ég geymi frumrit af öllum ljósmyndum sem ég tek og var að fletta í þeim. Þessar tók ég í jan 2014. Ísak Bergmann með ÍA í 5. flokki karla. Ísak er í dag í viðtali við strákana í Ungstirnunum í podcasti https://t.co/HfAoxn1dyE. Mæli með geggjuðum þætti. #fotboltinet pic.twitter.com/i2fsSPHmLN— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) December 14, 2020 Hann ræddi við hlaðvarpsþáttinn Ungstirnin sem finna má á Fótbolta.net í dag þar sem hann fór meðal annars yfir áhuga stórliða og hvað framtíðin ber í skauti sér. „Það er fyrst og fremst mjög gaman að það sé að gerast. Ég spái voðalega lítið í því. Þegar leikurinn byrjar er ég ekki að spá í því hvað er að gerat en þegar maður sér fréttirnar eftir leikinn sér maður að þetta er svolítið flott. Það er geggjað að draumafélagið [Manchester] United séð að fylgjast með manni. Það eru forréttindi en ég reyni að spá lítið í þessu,“ sagði Ísak Bergmann í viðtalinu. Þá var Ísak spurður út í hvaða þjálfarar heilla hann mest. „Jurgen Klopp og Pep Guardiola eru tveir af þeim bestu. Svo er ég einnig mjög hrifinn af því hvernig liðin hans Julian Nagelsmann spila. Hversu mikil hlaupagetan er, hvernig þau spila og pressa er geggjað. Maurico Pochettino er líka flottur sem og margir aðrir,“ sagði Ísak Bergmann að lokum. Viðtalið í heild sinni má finna inn á Fótbolti.net. Ísak Bergmann hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og þá lék hann sinn fyrsta A-landsleik er Ísland tapaði fyrir Englendingum á Wembley í nóvember.
Fótbolti Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira