Finnur ekki upp hjólið á jólunum - taðreykt frá KEA skal það vera Norðlenska 16. desember 2020 14:15 Friðrik V Karlsson matreiðslumeistari Norðlenska Matreiðslumeistarinn Friðrik V kennir réttu handtökin við matreiðslu á ilmandi hangikjöti frá KEA og hamborgarhrygg. KEA hangikjöt og hamborgarhryggur er ómissandi hluti af jólunum á mörgum íslenskum heimilum. KEA-kjöt er víða hefð og hefur auk þess hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir gæði. „Ég er alinn upp á Akureyri, á taðreyktu KEA kjöti svo þetta er í blóðinu. Okkur þessum allra hörðustu finnst allt annað bara vera eftirlíking. Þessi matur var samt algjörlega spari, hamborgarhrygg sá maður ekki á borðum nema á jólahátíðinni, hangikjötið kannski oftar, en það var ekki kastað til hendinni við matreiðsluna. Ég man vel eftir reykjarilminum sem lagði um Eyrina þegar var verið að reykja kjötið til jólanna,“ segir Friðrik V Karlsson, matreiðslumeistari en hann má kalla sérfræðing í að matreiða taðreykta hangikjötið og hamborgarhrygginn frá KEA. Ilmandi hamborgarhryggur á jólum Friðrik vill ekkert vera að flækja málin þegar kemur að hátíðarmatnum. „Maður finnur ekki upp hjólið á jólunum og algjör óþarfi að taka einhverja sénsa, við höfum alla aðra daga ársins til þess. Á jólunum viljum við halda í hefðirnar,” segir hann. „Styrkurinn við KEA hrygginn er reynslan. Hann hefur verið framleiddur með sömu aðferð í áratugi úr fyrsta flokks íslensku hráefni. KEA hryggurinn er alltaf á beini og ég vil elda hann á beini til að halda safanum í kjötinu. Ég byrja á að sjóða hann og set blátt bann við að spara sér tíma með því að setja hann í heitt vatn. Ég set hrygginn alltaf í kalt vatn því kalda vatnið tekur mesta saltið úr. Þegar suðan er komin upp læt ég malla hægt í 45 mínútur og læt hann svo standa hálftíma áður en ég tek hann upp úr vatninu. Þá tek ég af beininu og set kjötið í ofninn með smá sinnepi eða karamellu ofan á,“ útskýrir Friðrik en hér fyrir neðan sjá má myndband þar sem hann fer yfir réttu handtökin: Jólailmurinn kemur með hangikjötinu KEA hangikjötið er taðreykt og verkað með hefðbundinni íslenskri aðferð sem tryggir bragðgott kjöt með góðu reykbragði. Engu vatni er bætt við hangikjötið þannig að suðurýrnun er í lágmarki. Um 2 vikur tekur að framleiða KEA hangikjöt og er framleiðslunni stjórnað af kjötmeisturum með áratuga reynslu. Strangt gæðaeftirlit er með framleiðslunni sem tryggir neytendum ávallt fyrsta flokks hangikjöt. Friðrik segir bragðið og áferðina ekki síður felast í þeim tíma sem kjötið fái að hanga. Fátt íslenskara en taðreykt hangikjöt „Reykurinn er ekki svo fyrirferðarmikill í en þó ekki alveg ósýnilegur. Taðreykurinn er einstakur og ekkert íslenskara en hann og þetta snýst líka um tímann sem kjötið fær að hanga, þá fæst áferðin og bragðið. Nú er í tísku að eiga hangikjötslæri hangandi úti á svölum og skera sér flís og flís. Þegar ég var krakki gerðu það bara gamlir karlar. Konan mín er úr sveit og þar fékk kjötið að hanga lengi svo ilmurinn var í nefinu á manni og fyrir mér koma jólin þegar hangikjötsilmurinn fyllir húsið,“ segir Friðrik. Og eins og með hamborgarhrygginn leyfir hann sér engar kúnstir við hangikjötið, ofan í kalt vatn og látið malla við lágan hita. Hefðirnar verða til í veseninu Friðrik segir matargerðina stóran hluta jólanna á heimilinu og í eldhúsinu sameinist fjölskyldan. „Eldamennskan er ákveðin athöfn. Það er hægt að stytta sér leið í öllu en á jólunum viljum við gera þetta almennilega. Það er virðuleiki í því að bera á borð það sem þú eldaðir sjálfur og lagðir vinnu í. Hjá sumum er þetta streituvaldur en hjá öðrum afslöppun en eiga jólin ekki að vera smá vesen? Það er fegurðin í þessu og þannig verða hefðirnar til,“ segir hann. „Ef allir hafa sitt hlutverk og eru með í eldamennskunni, drífa fram gamla góða jóladúkinn og leirtauið sem aldrei er notað nema á jólunum, vínglösin og gamla postulínskönnuna frá ömmu undir kakóið, allt þetta býr til stemminguna. Samveran með sínum nánustu er öðruvísi og meiri upplifun á jólum.“ Spurður hvort hann lumi á sniðugum uppskriftum fyrir afgangana segir Friðrik enga þörf á því. „Afgangar? Það er óþekkt vandamál,“ segir hann sposkur. „Bæði hamborgarhrygginn og hangikjötið er frábært geyma í ísskápnum að narta í kalt yfir jólabókunum með laufabrauðinu, alveg fram á gamlársdag.“ Hér má sjá fleiri myndbönd, meðal annars um hvernig útbúa á ómissandi meðlætið. Jól Matur Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Sjá meira
KEA hangikjöt og hamborgarhryggur er ómissandi hluti af jólunum á mörgum íslenskum heimilum. KEA-kjöt er víða hefð og hefur auk þess hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir gæði. „Ég er alinn upp á Akureyri, á taðreyktu KEA kjöti svo þetta er í blóðinu. Okkur þessum allra hörðustu finnst allt annað bara vera eftirlíking. Þessi matur var samt algjörlega spari, hamborgarhrygg sá maður ekki á borðum nema á jólahátíðinni, hangikjötið kannski oftar, en það var ekki kastað til hendinni við matreiðsluna. Ég man vel eftir reykjarilminum sem lagði um Eyrina þegar var verið að reykja kjötið til jólanna,“ segir Friðrik V Karlsson, matreiðslumeistari en hann má kalla sérfræðing í að matreiða taðreykta hangikjötið og hamborgarhrygginn frá KEA. Ilmandi hamborgarhryggur á jólum Friðrik vill ekkert vera að flækja málin þegar kemur að hátíðarmatnum. „Maður finnur ekki upp hjólið á jólunum og algjör óþarfi að taka einhverja sénsa, við höfum alla aðra daga ársins til þess. Á jólunum viljum við halda í hefðirnar,” segir hann. „Styrkurinn við KEA hrygginn er reynslan. Hann hefur verið framleiddur með sömu aðferð í áratugi úr fyrsta flokks íslensku hráefni. KEA hryggurinn er alltaf á beini og ég vil elda hann á beini til að halda safanum í kjötinu. Ég byrja á að sjóða hann og set blátt bann við að spara sér tíma með því að setja hann í heitt vatn. Ég set hrygginn alltaf í kalt vatn því kalda vatnið tekur mesta saltið úr. Þegar suðan er komin upp læt ég malla hægt í 45 mínútur og læt hann svo standa hálftíma áður en ég tek hann upp úr vatninu. Þá tek ég af beininu og set kjötið í ofninn með smá sinnepi eða karamellu ofan á,“ útskýrir Friðrik en hér fyrir neðan sjá má myndband þar sem hann fer yfir réttu handtökin: Jólailmurinn kemur með hangikjötinu KEA hangikjötið er taðreykt og verkað með hefðbundinni íslenskri aðferð sem tryggir bragðgott kjöt með góðu reykbragði. Engu vatni er bætt við hangikjötið þannig að suðurýrnun er í lágmarki. Um 2 vikur tekur að framleiða KEA hangikjöt og er framleiðslunni stjórnað af kjötmeisturum með áratuga reynslu. Strangt gæðaeftirlit er með framleiðslunni sem tryggir neytendum ávallt fyrsta flokks hangikjöt. Friðrik segir bragðið og áferðina ekki síður felast í þeim tíma sem kjötið fái að hanga. Fátt íslenskara en taðreykt hangikjöt „Reykurinn er ekki svo fyrirferðarmikill í en þó ekki alveg ósýnilegur. Taðreykurinn er einstakur og ekkert íslenskara en hann og þetta snýst líka um tímann sem kjötið fær að hanga, þá fæst áferðin og bragðið. Nú er í tísku að eiga hangikjötslæri hangandi úti á svölum og skera sér flís og flís. Þegar ég var krakki gerðu það bara gamlir karlar. Konan mín er úr sveit og þar fékk kjötið að hanga lengi svo ilmurinn var í nefinu á manni og fyrir mér koma jólin þegar hangikjötsilmurinn fyllir húsið,“ segir Friðrik. Og eins og með hamborgarhrygginn leyfir hann sér engar kúnstir við hangikjötið, ofan í kalt vatn og látið malla við lágan hita. Hefðirnar verða til í veseninu Friðrik segir matargerðina stóran hluta jólanna á heimilinu og í eldhúsinu sameinist fjölskyldan. „Eldamennskan er ákveðin athöfn. Það er hægt að stytta sér leið í öllu en á jólunum viljum við gera þetta almennilega. Það er virðuleiki í því að bera á borð það sem þú eldaðir sjálfur og lagðir vinnu í. Hjá sumum er þetta streituvaldur en hjá öðrum afslöppun en eiga jólin ekki að vera smá vesen? Það er fegurðin í þessu og þannig verða hefðirnar til,“ segir hann. „Ef allir hafa sitt hlutverk og eru með í eldamennskunni, drífa fram gamla góða jóladúkinn og leirtauið sem aldrei er notað nema á jólunum, vínglösin og gamla postulínskönnuna frá ömmu undir kakóið, allt þetta býr til stemminguna. Samveran með sínum nánustu er öðruvísi og meiri upplifun á jólum.“ Spurður hvort hann lumi á sniðugum uppskriftum fyrir afgangana segir Friðrik enga þörf á því. „Afgangar? Það er óþekkt vandamál,“ segir hann sposkur. „Bæði hamborgarhrygginn og hangikjötið er frábært geyma í ísskápnum að narta í kalt yfir jólabókunum með laufabrauðinu, alveg fram á gamlársdag.“ Hér má sjá fleiri myndbönd, meðal annars um hvernig útbúa á ómissandi meðlætið.
Jól Matur Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Sjá meira