Lífið samstarf

Fullkominn ostabakki fyrir hátíðarnar

Ásbjörn Ólafsson ehf

Maria Gomez matarbloggari gefur hér hugmynd að girnilegum ostabakka sem gaman er að bera fram við gott tilefni.

Die Käsemacher er austurrískt fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í handgerðum sælkeravörum og ostum úr hráefnum í hæsta gæðaflokki. Nýlega komu á markaðinn nokkrar bragðgóðar vörur frá fyrirtækinu. Um er að ræða ólífur, smápaprikur og smágrasker en allar tegundirnar eru eru fylltar með ferskosti. Einnig er í sömu línu smápapriku-chutney.

Ein þeirra sem hefur prófað vörurnar er matarbloggarinn og fagurkerinn María Gomez á paz.is.

“Um hátíðirnar vill fólk gera vel við sig í mat og drykk. Þó það tilheyri jólum og áramótum að hafa ákveðnar hefðir er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Til að mynda elska ég hefðbundna ostabakka en inn á milli er alltaf gaman að breyta til og þar koma vörurnar frá Die Käsemacher sterkar inn.

Maria Gomezmælir með vörunum frá Die Käsemacher.Gabríela Gomez

 Ég hef m.a. útbúið tapas-ostabakka sem minnir mig á spænsku ræturnar. Ég held að margir séu fastir í því að ostabakkar þurfi alltaf að vera eins en það er svo fjarri lagi. Það má útbúa fagran ostabakka með lítillri fyrirhöfn á stuttum tíma. Vörurnar frá Die Käsemacher eru líka tilvaldar í matargerð eða bakstur – til dæmis má setja ólífurnar í brauð og það smellpassar að gera góðan fiskrétt með smápaprikunum. Chutneyið er svo tilvalið sem meðlæti með kjöti og fiski eða hreinlega með ostunum” segir María.

Hún gefur hér hugmynd að girnilegum ostabakka sem gaman er að bera fram við gott tilefni, en Maríu finnst ómissandi að blanda saman söltu og sætu á sinn bakka.

Á bakkann:

 1 krukka fylltar smápaprikur frá Die Käsemacher (fæst í Fjarðarkaup

1 krukka fylltar Ólífur frá Die Käsemacher

1 krukka fyllt smágrasker frá Die Käsemacher

1 krukka smápapriku-chutney frá Die Käsemacher

Pistasíuhnetur og saltar eða kryddaðar möndlur

Saltar eða kryddaðar möndlur 

Súkkulaðirúsínur

Sætmeti, t.d. franskar vöfflur eða litlar brownies

Góðar pylsur, t.d. salamipylsa og hráskinka

Snittubrauð, gott að grilla á grillpönnu sem dæmi

Ostakex eða kexstangir að eigin vali

3-4 tegundir af ostum að eigin vali, t.d. Brie, hvítlauksrjómaostur og tveir sterkari ostar

2 perur, 4 plómur, blóðappelsína og ferskar döðlur

Aðferð:

Skerið ávextina niður í þunnar sneiðar. Einnig er fallegt að skreyta líka með helium óskornum ávöxtum. Setjið ostana á bakka ásamt brauði og kexi. Raðið svo hnetum, rúsínum og ávöxtum um allan bakkann Setjið ólífur, smágrasker, paprikur og chutney í skálar og setjið á bakkann.

María mælir með að gera ostabakkann aðeins áður en á að bera hann fram svo ostarnir séu orðnir mjúkir og búnir að taka sig.

Vörurnar frá Die Käsemacher fást í Krónunni, Hagkaup, Fjarðarkaupum, Melabúðinni ásamt minni verslunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.