Messi á lista Ronaldo í fyrsta sinn en Messi henti Ronaldo út af sínum lista Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2020 11:01 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo á einni af verðlaunahátíðum FIFA en þetta var árið 2015. EPA-EFE/VALERIANO DI DOMENICO Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu aldrei verið valdir besti fótboltamaður heims ef hinn hefði fengið að kjósa. Það er fróðlegt að sjá hverja Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa kosið og kosið ekki undanfarin ár í valinu á besta fótboltamanni heims. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo þurftu báðir að sætta sig við „að tapa“ fyrir Robert Lewandowski þegar FIFA verðlaunaði besta knattspyrnumann heims í gær. Landsliðsfyrirliðar kjósa í kosningunni eins og áður en það þýðir að bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa kosið um besta leikmann heims undanfarin ár. Þeir mega að sjálfsögðu ekki gefa sjálfum sér atkvæði og það er því virkilega athyglisvert að skoða betur hvaða leikmenn hafa fengið atkvæði frá Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Lionel Messi and Cristiano Ronaldo's voting in individual awards since 2010 is very interesting. https://t.co/8gdVRwKkYP— SPORTbible (@sportbible) December 18, 2020 Messi og Ronaldo hafa auðvitað barist um þessi verðlaun öll þessi ár og eru ofarlega hjá flestum þeim sem kusu. Þeir hafa hins vegar verið sjaldan á lista hjá hvorum öðrum. Cristiano Ronaldo kaus samt Lionel Messi í fyrsta sinn í ár því Portúgalinn setti Messi í annað sætið á sínum lista á eftir sigurvegaranum Robert Lewandowski. Messi hafði verið með Ronaldo á sínum lista undanfarin tvö ár en henti honum út af listanum í ár. Messi kaus nefnilega vin sinn Neymar bestan og næstir hjá honum voru þeir Kylian Mbappé og Lewandowski. Cristiano Ronaldo hefur kosið Matthijs de Ligt, Raphaël Varane, Luka Modrić, Gareth Bale, Karim Benzema, Sergio Ramos, Radamel Falcao og Xavi besta leikmann heims á undanförnum áratug en aldrei Messi. Lionel Messi hefur kosið Neymar, Sadio Mané, Luka Modrić, Luis Suarez (mörgum sinnum), Angel Di Maria, Andrés Iniesta og Xavi besta leikmann heims á undanförnum áratug en aldrei Ronaldo. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir val þeirra Lionel Messi og Cristiano Ronaldo undanfarin ár. Val Lionel Messi á bestu leikmönnum heims: Ballon d'Or: 2010: Kaus ekki 2011: Xavi, Iniesta, Aguero 2012: Iniesta, Xavi, Aguero 2013: Iniesta, Xavi, Neymar 2014: Di Maria, Iniesta, Mascherano 2015: Suarez, Neymar, Iniesta FIFA-verðlaun: 2016: Suarez, Neymar, Iniesta 2017: Suarez, Iniesta, Neymar 2018: Modric, Mbappe, Ronaldo 2019: Mane, Ronaldo, De Jong 2020: Neymar, Mbappe, Lewandowski ---- Val Cristiano Ronaldo á bestu leikmönnum heims: Ballon d'Or: 2010: Xavi, Casillas, Sneijder 2011: Kaus ekki 2012: Kaus ekki 2013: Falcao, Bale, Ozil 2014: Ramos, Bale, Benzema 2015: Benzema James, Bale FIFA-verðlaun: 2016: Bale, Modric, Ramos 2017: Modric, Ramos, Marcelo 2018: Varane, Modric, Griezmann 2019: De Ligt, De Jong, Mbappe 2020: Lewandowski, Messi, Mbappe Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo fór í fýlu þegar Lewandowski var valinn bestur Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera sáttur þegar Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í gær. 18. desember 2020 07:31 Klopp bestur annað árið í röð og Lewandowski hafði betur gegn Ronaldo og Messi Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu. 17. desember 2020 19:40 Telja Lewandowski augljóst val sem leikmann ársins hjá FIFA Í kvöld mun Alþjóða knattspyrnusambandið velja besta leikmann ársins í karla- og kvennaflokki. Tölfræðisíðan Opta fór ítarlega ofan í saumana á því af hverju Robert Lewandowski á verðlaunin skilið karla megin. 17. desember 2020 13:30 Styttra síðan að Hannes varði víti Messi en síðan Messi og Ronaldo mættust Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í kvöld í Meistaradeildinni í fyrsta sinn fyrir jól og í fyrsta sinn síðan 2018. 8. desember 2020 12:30 Ronaldo skoraði tvívegis er Juventus pakkaði Barcelona saman Juventus bætti heldur betur upp fyrir tapið á heimavelli gegn Barcelona fyrr á þessari leiktíð. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í öruggum 3-0 sigri Ítalíumeistaranna sem tryggðu sér toppsæti G-riðils í leiðinni. 8. desember 2020 22:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Það er fróðlegt að sjá hverja Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa kosið og kosið ekki undanfarin ár í valinu á besta fótboltamanni heims. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo þurftu báðir að sætta sig við „að tapa“ fyrir Robert Lewandowski þegar FIFA verðlaunaði besta knattspyrnumann heims í gær. Landsliðsfyrirliðar kjósa í kosningunni eins og áður en það þýðir að bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa kosið um besta leikmann heims undanfarin ár. Þeir mega að sjálfsögðu ekki gefa sjálfum sér atkvæði og það er því virkilega athyglisvert að skoða betur hvaða leikmenn hafa fengið atkvæði frá Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Lionel Messi and Cristiano Ronaldo's voting in individual awards since 2010 is very interesting. https://t.co/8gdVRwKkYP— SPORTbible (@sportbible) December 18, 2020 Messi og Ronaldo hafa auðvitað barist um þessi verðlaun öll þessi ár og eru ofarlega hjá flestum þeim sem kusu. Þeir hafa hins vegar verið sjaldan á lista hjá hvorum öðrum. Cristiano Ronaldo kaus samt Lionel Messi í fyrsta sinn í ár því Portúgalinn setti Messi í annað sætið á sínum lista á eftir sigurvegaranum Robert Lewandowski. Messi hafði verið með Ronaldo á sínum lista undanfarin tvö ár en henti honum út af listanum í ár. Messi kaus nefnilega vin sinn Neymar bestan og næstir hjá honum voru þeir Kylian Mbappé og Lewandowski. Cristiano Ronaldo hefur kosið Matthijs de Ligt, Raphaël Varane, Luka Modrić, Gareth Bale, Karim Benzema, Sergio Ramos, Radamel Falcao og Xavi besta leikmann heims á undanförnum áratug en aldrei Messi. Lionel Messi hefur kosið Neymar, Sadio Mané, Luka Modrić, Luis Suarez (mörgum sinnum), Angel Di Maria, Andrés Iniesta og Xavi besta leikmann heims á undanförnum áratug en aldrei Ronaldo. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir val þeirra Lionel Messi og Cristiano Ronaldo undanfarin ár. Val Lionel Messi á bestu leikmönnum heims: Ballon d'Or: 2010: Kaus ekki 2011: Xavi, Iniesta, Aguero 2012: Iniesta, Xavi, Aguero 2013: Iniesta, Xavi, Neymar 2014: Di Maria, Iniesta, Mascherano 2015: Suarez, Neymar, Iniesta FIFA-verðlaun: 2016: Suarez, Neymar, Iniesta 2017: Suarez, Iniesta, Neymar 2018: Modric, Mbappe, Ronaldo 2019: Mane, Ronaldo, De Jong 2020: Neymar, Mbappe, Lewandowski ---- Val Cristiano Ronaldo á bestu leikmönnum heims: Ballon d'Or: 2010: Xavi, Casillas, Sneijder 2011: Kaus ekki 2012: Kaus ekki 2013: Falcao, Bale, Ozil 2014: Ramos, Bale, Benzema 2015: Benzema James, Bale FIFA-verðlaun: 2016: Bale, Modric, Ramos 2017: Modric, Ramos, Marcelo 2018: Varane, Modric, Griezmann 2019: De Ligt, De Jong, Mbappe 2020: Lewandowski, Messi, Mbappe
Val Lionel Messi á bestu leikmönnum heims: Ballon d'Or: 2010: Kaus ekki 2011: Xavi, Iniesta, Aguero 2012: Iniesta, Xavi, Aguero 2013: Iniesta, Xavi, Neymar 2014: Di Maria, Iniesta, Mascherano 2015: Suarez, Neymar, Iniesta FIFA-verðlaun: 2016: Suarez, Neymar, Iniesta 2017: Suarez, Iniesta, Neymar 2018: Modric, Mbappe, Ronaldo 2019: Mane, Ronaldo, De Jong 2020: Neymar, Mbappe, Lewandowski ---- Val Cristiano Ronaldo á bestu leikmönnum heims: Ballon d'Or: 2010: Xavi, Casillas, Sneijder 2011: Kaus ekki 2012: Kaus ekki 2013: Falcao, Bale, Ozil 2014: Ramos, Bale, Benzema 2015: Benzema James, Bale FIFA-verðlaun: 2016: Bale, Modric, Ramos 2017: Modric, Ramos, Marcelo 2018: Varane, Modric, Griezmann 2019: De Ligt, De Jong, Mbappe 2020: Lewandowski, Messi, Mbappe
Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo fór í fýlu þegar Lewandowski var valinn bestur Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera sáttur þegar Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í gær. 18. desember 2020 07:31 Klopp bestur annað árið í röð og Lewandowski hafði betur gegn Ronaldo og Messi Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu. 17. desember 2020 19:40 Telja Lewandowski augljóst val sem leikmann ársins hjá FIFA Í kvöld mun Alþjóða knattspyrnusambandið velja besta leikmann ársins í karla- og kvennaflokki. Tölfræðisíðan Opta fór ítarlega ofan í saumana á því af hverju Robert Lewandowski á verðlaunin skilið karla megin. 17. desember 2020 13:30 Styttra síðan að Hannes varði víti Messi en síðan Messi og Ronaldo mættust Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í kvöld í Meistaradeildinni í fyrsta sinn fyrir jól og í fyrsta sinn síðan 2018. 8. desember 2020 12:30 Ronaldo skoraði tvívegis er Juventus pakkaði Barcelona saman Juventus bætti heldur betur upp fyrir tapið á heimavelli gegn Barcelona fyrr á þessari leiktíð. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í öruggum 3-0 sigri Ítalíumeistaranna sem tryggðu sér toppsæti G-riðils í leiðinni. 8. desember 2020 22:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Ronaldo fór í fýlu þegar Lewandowski var valinn bestur Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera sáttur þegar Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í gær. 18. desember 2020 07:31
Klopp bestur annað árið í röð og Lewandowski hafði betur gegn Ronaldo og Messi Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu. 17. desember 2020 19:40
Telja Lewandowski augljóst val sem leikmann ársins hjá FIFA Í kvöld mun Alþjóða knattspyrnusambandið velja besta leikmann ársins í karla- og kvennaflokki. Tölfræðisíðan Opta fór ítarlega ofan í saumana á því af hverju Robert Lewandowski á verðlaunin skilið karla megin. 17. desember 2020 13:30
Styttra síðan að Hannes varði víti Messi en síðan Messi og Ronaldo mættust Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í kvöld í Meistaradeildinni í fyrsta sinn fyrir jól og í fyrsta sinn síðan 2018. 8. desember 2020 12:30
Ronaldo skoraði tvívegis er Juventus pakkaði Barcelona saman Juventus bætti heldur betur upp fyrir tapið á heimavelli gegn Barcelona fyrr á þessari leiktíð. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í öruggum 3-0 sigri Ítalíumeistaranna sem tryggðu sér toppsæti G-riðils í leiðinni. 8. desember 2020 22:00