Bólusetningar farnar af stað víðs vegar um heim Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. desember 2020 17:37 Emilie Repikova, hermaður úr seinni heimstyrjiöld, fær einn af fyrstu skömmtum í Tékklandi. EPA/MARTIN DIVISEK Bólusetningar við kórónuveirunni eru nú farnar af stað víðs vegar um heiminn. Hjálparsamtök lýsa áhyggjum af skorti á bóluefni í fátækari löndum. Eins og stendur eru bólusetningar farnar af stað í rúmlega þrjátíu löndum. Víðast hvar er stuðst við bóluefnin frá Pfizer og Moderna. Rússar nota sitt eigið bóluefni og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa gefið græna ljósið á efni kínverska fyrirtækisins Sinopharm. Enrico di Rosa, læknirinn sem annaðist fyrstu ítölsku Covid-sjúklingana, fékk sprautu í Róm í dag og sagðist afar ánægður í viðtali við AP. „Mér þykir þetta mikill heiður og ég er mjög heppinn,“ sagði di Rosa. Áhyggjur af hamstri Það eru þó langt frá því öll ríki í þeirri stöðu að geta hafið bólusetningar nú. Hjálparsamtök á borð við Oxfam og Amnesty International lýstu þungum áhyggjum af því í sameiginlegri skýrslu fyrr í mánuðinum að 67 fátækari ríki gætu lent í afar erfiðri stöðu vegna hamsturs auðugari landa. Afganistan, Gana, Jemen, Úkraína og Sýrland voru á meðal ríkja á listanum. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir Afríku og smituðum fjölgar ört. Leiðtogar ríkja í Afríku og Asíu hafa svo lýst áhyggjum af því að ómögulegt gæti reynst að nota bóluefnin frá Pfizer og Moderna þar sem þau þarf að geyma við mikinn kulda. Strjálbýl svæði og skortur á kæliaðstöðu valda því töluverðum vandræðum. Ekki þarf að geyma bóluefnin frá breska AstraZeneca og kínverska Sinopharm við jafnmikið frost og gætu þau efni reynst góður kostur. Marokkó, Egyptaland og fleiri ríki hafa þegar tryggt sér skammta frá kínverska fyrirtækinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Eins og stendur eru bólusetningar farnar af stað í rúmlega þrjátíu löndum. Víðast hvar er stuðst við bóluefnin frá Pfizer og Moderna. Rússar nota sitt eigið bóluefni og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa gefið græna ljósið á efni kínverska fyrirtækisins Sinopharm. Enrico di Rosa, læknirinn sem annaðist fyrstu ítölsku Covid-sjúklingana, fékk sprautu í Róm í dag og sagðist afar ánægður í viðtali við AP. „Mér þykir þetta mikill heiður og ég er mjög heppinn,“ sagði di Rosa. Áhyggjur af hamstri Það eru þó langt frá því öll ríki í þeirri stöðu að geta hafið bólusetningar nú. Hjálparsamtök á borð við Oxfam og Amnesty International lýstu þungum áhyggjum af því í sameiginlegri skýrslu fyrr í mánuðinum að 67 fátækari ríki gætu lent í afar erfiðri stöðu vegna hamsturs auðugari landa. Afganistan, Gana, Jemen, Úkraína og Sýrland voru á meðal ríkja á listanum. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir Afríku og smituðum fjölgar ört. Leiðtogar ríkja í Afríku og Asíu hafa svo lýst áhyggjum af því að ómögulegt gæti reynst að nota bóluefnin frá Pfizer og Moderna þar sem þau þarf að geyma við mikinn kulda. Strjálbýl svæði og skortur á kæliaðstöðu valda því töluverðum vandræðum. Ekki þarf að geyma bóluefnin frá breska AstraZeneca og kínverska Sinopharm við jafnmikið frost og gætu þau efni reynst góður kostur. Marokkó, Egyptaland og fleiri ríki hafa þegar tryggt sér skammta frá kínverska fyrirtækinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira