Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Innlagnir vegna alvarlegra veikinda af völdum kórónuveirunnar ná hámarki í næstu viku samkvæmt nýrri spá. Tíu eru nú á gjörgæslu og fylgir fjöldi þeirra svartsýnustu spám. Fjallað verður nánar um stöðuna vegna kórónuveirunnar, innanlands sem utan, í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Verður þar meðal annars rætt við móður langveiks barns sem segir skjóta skökku við að foreldrar langveikra barna sem séu í verndarsóttkví samkvæmt tilmælum Embættis landlæknis, fái ekki tryggð laun.

Loks heimsækjum við fimm manna fjölskyldu í Kópavogi sem hefur undanfarin ár innréttað um tvö hundruð fermetra bílskúr og er sjón sögu ríkari!

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×