Fjórir íslenskir leikmenn komu við sögu þegar Álasund sóttu Molde heim í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde og þeir Adam Örn Arnarson og Daníel Leó Grétarsson voru í byrjunarliði Álasund. Óttar Magnús Karlsson kom inn á sem varamaður hjá Molde á 64. mínútu.
Leikurinn endaði með 1-0 sigri Álasund. Markið skoraði Mostafa Abdellaoue á 45. mínútu.
Álasund fór upp að hlið Molde með sigrinum. Bæði lið eru með 11 stig eftir 7 leiki en markatala Molde er örlítið betri.
