Segir frá veikindunum: „Ég var hreinlega við það að missa vonina“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 20:19 Sigríður lá rænulaus eða í móki í rúmar tvær vikur áður en hún fór að ranka við sér. „Mér hefur aldrei liðið svona illa,“ segir Sigríður H. Kristjánsdóttir sem var lögð inn á spítala eftir að hafa greinst með Covid-19. Hún var ein þeirra fjölmörgu Íslendinga sem fóru til Ítalíu í skíðaferð í febrúar. „Ég var hreinlega við það að missa vonina og þurfti að skríða inn í sturtu bara til að líða aðeins betur.“ Sara sagði sögu sína varðandi veikindin í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. Sigríður hefur áður sagt frá því á Facebook að hún hafi verið veik heima í 44 daga. Sjá einnig: „Aldrei á allri minni ævi hefur mér liðið jafn illa“ Þegar Sigríður og fjölskylda hennar fóru til Ítalíu var ekki búið að greina nein smit hér á landi og þó faraldurinn væri farinn að gera vart við sig í ákveðnum héruðum Norður-Ítalíu, urðu Sigríður og eiginmaður hennar, Sigurður Leifsson, ekki vör við neitt óeðlilegt. Þar var engin umræða um veiruna og engar sérstakar ráðstafanir vegna faraldursins. Skömmu síðar voru þó allir Alparnir skilgreindir sem áhættusvæði af sóttvarnalækni Íslands. Þau hjón komu aftur til landsins þann 29. febrúar. Tæplega viku síðar fóru ósköpin að dynja yfir. Það byrjar á hausverk á laugardegi og hita á sunnudeginum. „Á mánudeginum er ég bara orðin drulluslöpp,“ sagði Sigríður. Í kjölfarið fór hún í sýnatöku og greindist með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. „Ég fékk pínu sjokk. En fannst þetta samt líka pínufyndið,“ sagði hún og sagði það hafa verið því hún hefði haldið að hún myndi ekki veikjast meira. Hún væri jafnvel búin að ná hátindi veikindanna. Annað átti eftir að koma í ljós. Sigríður varð mun veikari strax næsta dag. Sjá má innslag Ísland í dag hér að neðan og þar fer Sigríður yfir veikindin. Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
„Mér hefur aldrei liðið svona illa,“ segir Sigríður H. Kristjánsdóttir sem var lögð inn á spítala eftir að hafa greinst með Covid-19. Hún var ein þeirra fjölmörgu Íslendinga sem fóru til Ítalíu í skíðaferð í febrúar. „Ég var hreinlega við það að missa vonina og þurfti að skríða inn í sturtu bara til að líða aðeins betur.“ Sara sagði sögu sína varðandi veikindin í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. Sigríður hefur áður sagt frá því á Facebook að hún hafi verið veik heima í 44 daga. Sjá einnig: „Aldrei á allri minni ævi hefur mér liðið jafn illa“ Þegar Sigríður og fjölskylda hennar fóru til Ítalíu var ekki búið að greina nein smit hér á landi og þó faraldurinn væri farinn að gera vart við sig í ákveðnum héruðum Norður-Ítalíu, urðu Sigríður og eiginmaður hennar, Sigurður Leifsson, ekki vör við neitt óeðlilegt. Þar var engin umræða um veiruna og engar sérstakar ráðstafanir vegna faraldursins. Skömmu síðar voru þó allir Alparnir skilgreindir sem áhættusvæði af sóttvarnalækni Íslands. Þau hjón komu aftur til landsins þann 29. febrúar. Tæplega viku síðar fóru ósköpin að dynja yfir. Það byrjar á hausverk á laugardegi og hita á sunnudeginum. „Á mánudeginum er ég bara orðin drulluslöpp,“ sagði Sigríður. Í kjölfarið fór hún í sýnatöku og greindist með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. „Ég fékk pínu sjokk. En fannst þetta samt líka pínufyndið,“ sagði hún og sagði það hafa verið því hún hefði haldið að hún myndi ekki veikjast meira. Hún væri jafnvel búin að ná hátindi veikindanna. Annað átti eftir að koma í ljós. Sigríður varð mun veikari strax næsta dag. Sjá má innslag Ísland í dag hér að neðan og þar fer Sigríður yfir veikindin.
Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira