Erlent

Verðlaunahafinn mætti ekki

Óljóst var hvaða tengsl stúlkan hafði við verðlaunahafann. fréttablaðið/AP
Óljóst var hvaða tengsl stúlkan hafði við verðlaunahafann. fréttablaðið/AP
Kínversk stjórnvöld afhentu í gær sín eigin friðarverðlaun til höfuðs friðarverðlaunum Nóbels, sem afhent verða í Ósló í dag.

Kínversku verðlaunin fékk Lien Chan, fyrrverandi varaforseti Taívans, en hann mætti ekki sjálfur til athafnarinnar og var á síðustu stundu ákveðið að ung stúlka myndi taka á móti verðlaununum í staðinn.

Liu Xiaobo, kínverski andófsmaðurinn sem fær friðarverðlaun Nóbels, kemst ekki heldur til Óslóar í dag vegna þess að hann situr í fangelsi í Kína.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×