Erlent

Tugir þúsunda krefjast afsagnar forsætisráðherra Makedóníu

Mótmæli þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra landsins eru sögð mesta pólitíska krísa Makedóníu frá sjálfstæði.
Mótmæli þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra landsins eru sögð mesta pólitíska krísa Makedóníu frá sjálfstæði. Nordicphotos/AFP
Um tuttugu þúsund mótmælendur hafa komið sér fyrir í Skopje, höfuðborg Makedóníu, til að krefjast þess að Nikola Gruevski forsætisráðherra segi af sér. Fjöldi mótmælenda heldur til í tjaldbúðum í miðborginni og neitar að fara fyrr en forsætisráðherrann segir af sér.

Gruevski er sakaður um að hafa fyrirskipað hleranir á símum þúsunda Makedóníumanna. Zoran Zaev, leiðtogi jafnaðarmannaflokksins og stjórnarandstöðunnar, hefur krafist þess að starfsstjórn taki við völdum í landinu og boði til kosninga. Gruevski telur að mótmælin séu hluti af samsæri jafnaðarmanna til að taka völdin í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×