Erlent

Ástralir vilja ekki taka á móti bátafólki

Atli Ísleifsson skrifar
Tony Abbott er forsætisráðherra Ástralíu.
Tony Abbott er forsætisráðherra Ástralíu. Vísir/AFP
„Nei, nei, nei,“ sagði Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, þegar hann var spurður að því hvort áströlsk yfirvöld vildu taka á móti einhverjum af þeim þúsundum flóttamanna sem sigla á bátum frá bæði Mjanmar og Bangladess.

„Við viljum ekki gera neitt sem ýtir undir að fólk fari um borð í slíka báta. Ef við gerum það mun vandamálið einungis aukast, ekki minnka,“ segir Abbott í samtali við AP.

Talið er að um sjö þúsund manns, að stórum hluta rohingja-múslímar, séu nú um borð í bátum í Suður-Asíu eftir að hafa flúið ofsóknir heima fyrir. Fjölmörg ríki í heimshlutanum hafa neitað því að taka á móti flóttafólkinu.


Tengdar fréttir

Átta þúsund á hrakningi við Indónesíu

Nærri átta hundruð flóttamönnum var bjargað á land í Indónesíu í gær. Fólkið er á flótta frá Búrma, flestir múslimar sem sætt hafa ofsóknum af hálfu búddista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×