Davíð til starfa 29. október 2004 00:01 Hætt er við að þingstörf lamist að verulegu leyti í komandi viku, þótt þingfundur sé fyrirhugaður á þriðjudag, vegna setu 16 þingmanna og ráðherra á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Útlit var fyrir að Guðni Ágústsson yrði sannkallaður ráðherra Íslands því 9 ráðherrar eru skráðir til þátttöku á Norðurlandaráðsþingi og sá tíundi, Sturla Böðvarsson, er annars staðar erlendis. Ekki hefur þótt fundarfært með einum ráðherra á landinu og því snýr Davíð Oddsson úr veikindaleyfi og verður forsætisráðherra í stað Halldórs á meðan hann sækir Norðurlandaráðsþing. Ekki er vitað hvort Davíð og Guðni halda ríkisstjórnarfund á hefðbundnum fundartíma á þriðjudag. Ekki eru allir ósáttir við hópferð ríkisstjórnarinnar á fund Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi samstarfsráðherra Norðurlanda, bendir á að nú sé sérstaklega brýnt að íslenskir ráðherrar mæti til leiks því Ísland hafi gegnt forystu í norrænu samstarfi og nú þurfi ráðherrarnir að gera grein fyrir starfi sínu undanfarið ár: "Mér finnst mjög gott hve margir ráðherrar mæta. Sýnir hve mikilvægt norrænt samstarf er fyrir okkur Íslendinga." Engir fundir voru svo á Alþingi Íslendinga alla síðustu viku vegna svokallaðrar kjördæmaviku sem haldin var þegar þing hafði setið í aðeins þrjár vikur og samþykkt alls eitt frumvarp sem var raunar lítt eða ekki rætt. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík, gagnrýnir hve skömmu kjördæmavikan sé haldin eftir nærri fjögurra mánaða þinghlé og segir að þeir sem ekki hafi sinnt kjördæmum sínum í þriggja-fjögurra mánaða þinghléi yfir sumarið eigi ekki að bæta sér það upp í kjördæmaviku svo skömmu eftir þingbyrjun. Siv og margir aðrir fylgismenn norræns samstarfs benda gjarnan á að Íslendingar greiði 1% í norræna sjóði en fái 20% til baka. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bendir á að samstarfið gagnist okkur í stærra samhengi: "Við erum í norrænum hópum innan margra alþjóðasamtaka og þar högnumst svo um munar á að geta treyst á samstöðu Norðurlanda." Halldór Blöndal, forseti Alþingis, vísar á bug gagnrýni á kjördæmavikuna og segir það mikinn misskilning ef fólk haldi að þingmenn sitji auðum höndum þessa viku, í þinghléi yfir sumarið eða jafnvel á kvöldin og um helgar. "Þingmenn eru að störfum árið um kring," segir þingforsetinn og bendir á að starfið í þingsölum sé aðeins lítill hluti starfsins. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur líkti Alþingi Íslendinga við póstkassa á dögunum sem tæki við tilskipunum frá Brussel. Hann segir að "Guði sé lof" sé þingið ekki slík lagasetningamaskína að ekki megi taka hana úr sambandi viku og viku. "Einhver verður að vera eftir til að vakta póstkassann, en ég treysti svo sem mörgum betur til þess en Guðna Ágústssyni!". Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Hætt er við að þingstörf lamist að verulegu leyti í komandi viku, þótt þingfundur sé fyrirhugaður á þriðjudag, vegna setu 16 þingmanna og ráðherra á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Útlit var fyrir að Guðni Ágústsson yrði sannkallaður ráðherra Íslands því 9 ráðherrar eru skráðir til þátttöku á Norðurlandaráðsþingi og sá tíundi, Sturla Böðvarsson, er annars staðar erlendis. Ekki hefur þótt fundarfært með einum ráðherra á landinu og því snýr Davíð Oddsson úr veikindaleyfi og verður forsætisráðherra í stað Halldórs á meðan hann sækir Norðurlandaráðsþing. Ekki er vitað hvort Davíð og Guðni halda ríkisstjórnarfund á hefðbundnum fundartíma á þriðjudag. Ekki eru allir ósáttir við hópferð ríkisstjórnarinnar á fund Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi samstarfsráðherra Norðurlanda, bendir á að nú sé sérstaklega brýnt að íslenskir ráðherrar mæti til leiks því Ísland hafi gegnt forystu í norrænu samstarfi og nú þurfi ráðherrarnir að gera grein fyrir starfi sínu undanfarið ár: "Mér finnst mjög gott hve margir ráðherrar mæta. Sýnir hve mikilvægt norrænt samstarf er fyrir okkur Íslendinga." Engir fundir voru svo á Alþingi Íslendinga alla síðustu viku vegna svokallaðrar kjördæmaviku sem haldin var þegar þing hafði setið í aðeins þrjár vikur og samþykkt alls eitt frumvarp sem var raunar lítt eða ekki rætt. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík, gagnrýnir hve skömmu kjördæmavikan sé haldin eftir nærri fjögurra mánaða þinghlé og segir að þeir sem ekki hafi sinnt kjördæmum sínum í þriggja-fjögurra mánaða þinghléi yfir sumarið eigi ekki að bæta sér það upp í kjördæmaviku svo skömmu eftir þingbyrjun. Siv og margir aðrir fylgismenn norræns samstarfs benda gjarnan á að Íslendingar greiði 1% í norræna sjóði en fái 20% til baka. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bendir á að samstarfið gagnist okkur í stærra samhengi: "Við erum í norrænum hópum innan margra alþjóðasamtaka og þar högnumst svo um munar á að geta treyst á samstöðu Norðurlanda." Halldór Blöndal, forseti Alþingis, vísar á bug gagnrýni á kjördæmavikuna og segir það mikinn misskilning ef fólk haldi að þingmenn sitji auðum höndum þessa viku, í þinghléi yfir sumarið eða jafnvel á kvöldin og um helgar. "Þingmenn eru að störfum árið um kring," segir þingforsetinn og bendir á að starfið í þingsölum sé aðeins lítill hluti starfsins. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur líkti Alþingi Íslendinga við póstkassa á dögunum sem tæki við tilskipunum frá Brussel. Hann segir að "Guði sé lof" sé þingið ekki slík lagasetningamaskína að ekki megi taka hana úr sambandi viku og viku. "Einhver verður að vera eftir til að vakta póstkassann, en ég treysti svo sem mörgum betur til þess en Guðna Ágústssyni!".
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira