Árni Páll gagnrýndi stuðning Bjarna við innanríkisráðherra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. september 2014 16:10 Bjarni talaði um að "endalausar hræringar“ hafi verið í ríkisstjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Vísir / Stefán Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi stuðning Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, við áframhaldandi setu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á ráðherrastóli eftir að aðstoðarmaður hennar var ákærður fyrir meintan leka á trúnaðargögnum. Sagði hann að löngu ljóst væri að Hanna Birna ætti að víkja úr embætti. Handahófskenndar breytingar „Honum ber, sem formanni stjórnarflokks, að standa vörð um stjórnfestu og leikreglur réttarríkisins. Að tryggja að ábyrgð fylgi valdi og hluti af því er að tryggja að stjórnmálamenn axli ábyrgð á gerðum sínum,“ sagði Árni Páll og kallaði hann breytingarnar sem gerðar hafa verið á meðferð dómsmála handahófskenndar. „Formaður sjálfstæðisflokksins virðist ekki hafa ráðið við þá leið,“ sagði hann í framsögu sinni en vísaði þar til þess að Bjarni hafi ekki farið fram á afsögn Hönnu Birnu. Árni Páll var harðorður í garð Bjarna.Vísir / GVA Endalausar hræringar vinstristjórnarinnarBjarni Benediktsson gaf lítið fyrir gagnrýni Árna Páls og vék að ráðherrahrókeringum í síðustu ríkisstjórn, sem sá síðarnefndi sat í sjálfur um tíma, í tveimur mismunandi ráðherraembættum. Bjarni talaði um að fimmtán ráðherrar hafi setið í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna þegar allt væri talið. „Af þessum fimmtán sátu aðeins tveir ráðherrar í sama ráðuneytinu undir sama heiti,“ sagði Bjarni og benti á að fjölmargar breytingar hafi verið gerðar á ráðherraskipan síðustu ríkisstjórnar sem hann kallaði „endalausar hræringar“.Enn stendur til að leggja fram vantraustHelgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, upplýsti í umræðunni að enn stæði til að leggja fram vantraust á Hönnu Birnu. Beðið sé eftir því að rannsókn umboðsmanns Alþingis ljúki. Umboðsmaður tók málið upp að eigin frumkvæði í kjölfar frétta DV af fundum ráðherrans með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Þá upplýsti Helgi Hrafn einnig að flokkur hans hefði ráðfært sig við sérfræðinga um hvort hægt væri að leggja fram vantrauststillögu áður en rannsóknin klárast. Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi stuðning Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, við áframhaldandi setu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á ráðherrastóli eftir að aðstoðarmaður hennar var ákærður fyrir meintan leka á trúnaðargögnum. Sagði hann að löngu ljóst væri að Hanna Birna ætti að víkja úr embætti. Handahófskenndar breytingar „Honum ber, sem formanni stjórnarflokks, að standa vörð um stjórnfestu og leikreglur réttarríkisins. Að tryggja að ábyrgð fylgi valdi og hluti af því er að tryggja að stjórnmálamenn axli ábyrgð á gerðum sínum,“ sagði Árni Páll og kallaði hann breytingarnar sem gerðar hafa verið á meðferð dómsmála handahófskenndar. „Formaður sjálfstæðisflokksins virðist ekki hafa ráðið við þá leið,“ sagði hann í framsögu sinni en vísaði þar til þess að Bjarni hafi ekki farið fram á afsögn Hönnu Birnu. Árni Páll var harðorður í garð Bjarna.Vísir / GVA Endalausar hræringar vinstristjórnarinnarBjarni Benediktsson gaf lítið fyrir gagnrýni Árna Páls og vék að ráðherrahrókeringum í síðustu ríkisstjórn, sem sá síðarnefndi sat í sjálfur um tíma, í tveimur mismunandi ráðherraembættum. Bjarni talaði um að fimmtán ráðherrar hafi setið í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna þegar allt væri talið. „Af þessum fimmtán sátu aðeins tveir ráðherrar í sama ráðuneytinu undir sama heiti,“ sagði Bjarni og benti á að fjölmargar breytingar hafi verið gerðar á ráðherraskipan síðustu ríkisstjórnar sem hann kallaði „endalausar hræringar“.Enn stendur til að leggja fram vantraustHelgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, upplýsti í umræðunni að enn stæði til að leggja fram vantraust á Hönnu Birnu. Beðið sé eftir því að rannsókn umboðsmanns Alþingis ljúki. Umboðsmaður tók málið upp að eigin frumkvæði í kjölfar frétta DV af fundum ráðherrans með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Þá upplýsti Helgi Hrafn einnig að flokkur hans hefði ráðfært sig við sérfræðinga um hvort hægt væri að leggja fram vantrauststillögu áður en rannsóknin klárast.
Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira