Erlent

Gefðu mér tíu!

Óli Tynes skrifar
Ekkert farsímablaður góði.
Ekkert farsímablaður góði.

Það eru dálítið sérstök viðurlög við því hjá bílafyrirtækinu Citroen í Svíþjóð að mæta of seint í vinnuna, eða tala í farsíma á óheppilegum tíma. Armbeygjur. Fyrir hverja mínútu sem menn mæta of seint í vinnuna verða þeir að taka tvær armbeygjur. Ef farsími truflar fund kostar það fimm armbeygjur. Magnús Bengtsson forstjóri Citroen í Svíþjóð segir þetta hafa gefið góða raun. Stundvísi hafi batnað, fólk tali minna í síma og taki færri kaffipásur. Þótt þessu fylgi auðvitað alvara sé þetta gert á léttum nógum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×