Erlent

Fangelsi í Chile í ljósum logum

Viðbrögð ættingja þegar lesin voru upp nöfn hinna látnu.
fréttablaðið/AP
Viðbrögð ættingja þegar lesin voru upp nöfn hinna látnu. fréttablaðið/AP
Talið er að eldsvoða í San Miguel-fangelsinu í Chile í gær megi rekja til slagsmála milli fanga. Eldurinn varð óviðráðanlegur á fáum mínútum og kostaði yfir áttatíu fanga lífið.

Neyðaróp fanganna mátti heyra í fjölmiðlum þegar spiluð var upptaka úr síma eins fangans, sem hringdi í ríkissjónvarpið til að biðja um hjálp.

„Aðstæður í fangelsinu eru ómannúðlegar,“ sagði Sebastian Pineira, forseti Chile, í heimsókn á sjúkrahús þar sem fangar með brunasár voru til meðferðar.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×