Innlent

Tryggingastofnun greiðir á ný fyrir túlkun heyrnarlausra

Félag heyrnarlausra hugðist höfða mál gegn Tryggingastofnu ríkisins fyrir brot á réttindum fatlaðra
Félag heyrnarlausra hugðist höfða mál gegn Tryggingastofnu ríkisins fyrir brot á réttindum fatlaðra
Tryggingastofnun Ríkisins hefur ákveðið að hefja aftur greiðslur fyrir túlkun heyrnarlausra einstaklinga sem eiga viðskipti við stofnunina. Félag heyrnarlausra fagnar þessum tímamótum en til stóð að félagið myndi kæra Tryggingastofnun fyrir brot á réttingum fatlaðra.

Í tilkynningu sem Félag heyrnarlausra segir: „Táknmálstúlkun fyrir heyrnarlausa er eitt helsta baráttumál félagsins fyrir réttindum heyrnarlausra á túlkaþjónustu sem eykur sjálfstæði þeirra, aðgengi og frelsi í daglegu lífi. Félag heyrnarlausra vill þakka Sigursteini Mássyni fyrir að taka málið fyrir á stjórnarfundi Tryggingastofnunar Ríkisins og leysa það á farsælan hátt."

Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því fyrir þremur dögum að Tryggingastofnun liti svo á að henni sé ekki skylt að greiða fyrir túlka og því þurfa heyrnarlausir sem leita til stofnunarinnar sjálfir að greiða reikninginn. Um er ræða tæpar sjö þúsund krónur.

Þá hafði Félag heyrnarlausra ákveðið að höfða sérstakt prófmál en í síðasta mánuði var átján ára heyrnarlausum dreng gert að greiða fyrir táknmálstúlk þegar hann fór í sitt fyrsta viðtal hjá stofnunni.


Tengdar fréttir

Heyrnarlausir kæra Tryggingastofnun

Félag heyrnarlausra ætlar að kæra Tryggingastofnun ríkisins fyrir brot á réttindum fatlaðra. Heyrnarlausir sem leita eftir þjónustu hjá stofnuninni þurfa sjálfir að greiða fyrir táknmálstúlk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×