Innlent

Líkamsárásir og kynferðisbrot oftast framin að nóttu til

Stærstur hluti líkamsárása á sér stað á nóttunni ef marka má afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra fyrir októbermánuð. 54,5 prósent líkamsárása eru framdar frá miðnætti og fram til klukkan sex á morgnana. 41,8 prósent kynferðisbrota eru framin á sama tímabili en innbrot og þjófnaðir eru hinsvegar algengari frá hádegi til klukkan sex síðdegis.

Samkvæmt tölunum má sjá að hegningarlagabrot voru svipað mörg í október í ár og á sama tímabili í fyrra. Brotin voru hinsvegar fleiri árið 2008. Umferðarlagabrotum hefur fækkað um fjórðung frá því í fyrra en sú tegund brota virðist rokka mikið á milli ára. Flest voru slík brot í október í fyrra en fæst árin 2005 og 2008. Fjöldi fíkniefnabrota eykst frá fyrra ári, 147 brot í ár miðað við 96 í fyrra. Í október 2008 voru þau hinsvegar 141.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×