Innlent

Nígeríumenn kvarta undan svindlara á Íslandi

Gissur Sigurðsson skrifar
Mynd/Vísindavefur HÍ

Er þetta Nígeríubréf með öfugum forsendum? Íslandsstofa sem áður var Útflutningsráð Íslands, varar við viðskiptum við ónafngreindan Breta, sem á að vera staddur hér á landi í þeim tilgangi að stunda vafasöm skreiðarviðskipti. Hann er sagður ætla að svindla á kaupsýslumönnum í Nígeríu.

Nígeríumenn eru aðal kaupendur á íslenskri skreið. Í tilkynningu frá Íslandsstofu segir að sendiherra Nígeríu á Íslandi hafi formlega varað skreiðarfarmleiðendur og Íslandsstofu við þessum viðskitpum. Íslandsstofa hvetur skreiðarútflytjendur til að vera á varðbergi gagnvart Bretanum. Ekki er tilgreint í hverju svikin felast.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×