Boða hópmálsókn gegn Úrval-Útsýn vegna draumaferðarinnar sem aldrei var farin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2020 16:00 Það er lítið að gera í flugheiminum þessa dagana. Vísir/Vilhelm Nokkrir viðskiptavinir ferðaskrifstofunnar Úrval-Útsýn hafa í hyggju að fara í hópmálsókn gegn félaginu. Þeim hefur gengið illa að fá ferðaskrifstofuna til þess að endurgreiða draumaferðina til Egyptalands sem aldrei var farin vegna kórónuveirufaraldursins. Í síðustu viku ræddi Vísir við Kolbrúnu H. Gunnarsdóttur sem átti pantaða ferð til Egyptalands á vegum Úrval-Útsýn um páskana. Gengu þau frá pöntuninni síðasta haust og alls greiddu þau um eina milljón króna fyrir ferðina. Hafa hún og eiginmaður hennar staðið í nokkru stappi við að fá ferðina endurgreidda og nú er svo komið að nokkrir viðskiptavinir hyggjast stefna Úrval-Útsýn vegna málsins. Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir og Hreinn Baldursson áttu pantaða dýra ferð með Úrval útsýn um páskana. Ferðin var aldrei farin. Vísir/Einar Á. „Lög eru skýr um það að fólkið á rétt á endurgreiðslu. Þegar ófyrirsjáanlegir atburðir verða, og pakkaferðum sem þessum er aflýst ber að sjálfsögðu að endurgreiða fólki án tafar,“ segir Hilmar Garðars Þorsteinsson, lögmaður hópsins, í samtali við Vísi. Kolbrún lýsti því hvernig hún og eiginmaður hafi fyrst fengið vilyrði fyrir því að endurgreiðslan tæki tvær vikur, en því var svo breytt í sex vikur. Engin greiðsla hefur borist. Eins og vaxtalaust lán frá viðskiptavinum Segir Hilmar að þetta þýði í raun að ferðaskrifstofan hafi tekið vaxtalaust lán frá þessum viðskiptavinum, sem nemi allt að 650 þúsund krónum á einstakling. Það fé hafi ferðaskrifstofan að hluta ávaxtað frá því í október. „Það sér það hver maður, að slík framkoma gengur ekki, og ekki er víst að margir treysti sér til að eiga viðskipti við slíka ferðaskrifstofu í framtíðinni,“ segir Hilmar. „Ef félagið er ógjaldfært, ber því skylda til að lýsa því yfir án tafar, svo fólkið geti fengið endurgreitt frá vátryggingafélagi þess.“ Ákveðin óvissa ríkir þó þar sem nýtt frumvarp var kynnt til sögunnar sem hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Hilmar segir verulegan vafa leika á því hvort frumvarpið standist friðhelgi eignaréttar samkvæmt stjórnarskrá. „En viðskiptavinir Úrval Útsýn hafa hug á að láta á það reyna verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Með frumvarpinu er neytendum uppálagt að veita fyrirtækjum í rekstrarfjárvanda vaxtalaus lán í allt að 12 mánuði, og er það mun ríflegri aðstoð en ríkissjóður hefur sjálfur treyst sér til að bjóða hingað til. En það hefur ávallt verið auðvelt að vera örlátur á annarra manna fé.“ Neytendur Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. 22. apríl 2020 12:51 Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35 Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Nokkrir viðskiptavinir ferðaskrifstofunnar Úrval-Útsýn hafa í hyggju að fara í hópmálsókn gegn félaginu. Þeim hefur gengið illa að fá ferðaskrifstofuna til þess að endurgreiða draumaferðina til Egyptalands sem aldrei var farin vegna kórónuveirufaraldursins. Í síðustu viku ræddi Vísir við Kolbrúnu H. Gunnarsdóttur sem átti pantaða ferð til Egyptalands á vegum Úrval-Útsýn um páskana. Gengu þau frá pöntuninni síðasta haust og alls greiddu þau um eina milljón króna fyrir ferðina. Hafa hún og eiginmaður hennar staðið í nokkru stappi við að fá ferðina endurgreidda og nú er svo komið að nokkrir viðskiptavinir hyggjast stefna Úrval-Útsýn vegna málsins. Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir og Hreinn Baldursson áttu pantaða dýra ferð með Úrval útsýn um páskana. Ferðin var aldrei farin. Vísir/Einar Á. „Lög eru skýr um það að fólkið á rétt á endurgreiðslu. Þegar ófyrirsjáanlegir atburðir verða, og pakkaferðum sem þessum er aflýst ber að sjálfsögðu að endurgreiða fólki án tafar,“ segir Hilmar Garðars Þorsteinsson, lögmaður hópsins, í samtali við Vísi. Kolbrún lýsti því hvernig hún og eiginmaður hafi fyrst fengið vilyrði fyrir því að endurgreiðslan tæki tvær vikur, en því var svo breytt í sex vikur. Engin greiðsla hefur borist. Eins og vaxtalaust lán frá viðskiptavinum Segir Hilmar að þetta þýði í raun að ferðaskrifstofan hafi tekið vaxtalaust lán frá þessum viðskiptavinum, sem nemi allt að 650 þúsund krónum á einstakling. Það fé hafi ferðaskrifstofan að hluta ávaxtað frá því í október. „Það sér það hver maður, að slík framkoma gengur ekki, og ekki er víst að margir treysti sér til að eiga viðskipti við slíka ferðaskrifstofu í framtíðinni,“ segir Hilmar. „Ef félagið er ógjaldfært, ber því skylda til að lýsa því yfir án tafar, svo fólkið geti fengið endurgreitt frá vátryggingafélagi þess.“ Ákveðin óvissa ríkir þó þar sem nýtt frumvarp var kynnt til sögunnar sem hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Hilmar segir verulegan vafa leika á því hvort frumvarpið standist friðhelgi eignaréttar samkvæmt stjórnarskrá. „En viðskiptavinir Úrval Útsýn hafa hug á að láta á það reyna verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Með frumvarpinu er neytendum uppálagt að veita fyrirtækjum í rekstrarfjárvanda vaxtalaus lán í allt að 12 mánuði, og er það mun ríflegri aðstoð en ríkissjóður hefur sjálfur treyst sér til að bjóða hingað til. En það hefur ávallt verið auðvelt að vera örlátur á annarra manna fé.“
Neytendur Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. 22. apríl 2020 12:51 Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35 Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
„Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. 22. apríl 2020 12:51
Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35