Fótbolti

Lukkuteppi stuðningsmanns varð að treyju Rostov

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stuðningsmaðurinn fékk að mæta með teppið og hitta leikmenn Rostov
Stuðningsmaðurinn fékk að mæta með teppið og hitta leikmenn Rostov mynd/twitter/Rostov
Rússneska félagið Rostov, sem þeir Sverrir Ingi Ingason, Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson leika með, hefur gefið út sérstakan fjórða búning félagsins tileinkaðan lukkuteppi félagsins.

Rostov tapaði fyrir Krylya Sovetov á heimavelli 11. ágúst síðast liðinn. Eftir tapið ákvað einn stuðningsmaður Rostov að mæta með lukkuteppið sitt á völlinn um helgina. Viti menn, Rostov vann 4-0 sigur á Yenisey. Björn Bergmann skoraði tvö mörk í leiknum.

Teppið, sem er mjög skrautlegt, greip auga starfsfólks Rostov og var ákveðið að bjóða stuðningsmanninum að mæta með teppið á æfingasvæði Rostov.

Hlutirnir héldu áfram að þróast og í gær setti Rostov í sölu nýja treyju félagsins tileinkaða teppinu. Treyjan er einstök og verður forvitnilegt að sjá hvort íslenska tríóið muni klæðast henni í leik í vetur.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×