Fótbolti

Rændur og barinn af þjófum í Róm

Dino Zoff ætlaði ekki að láta ræningja komast upp með að hafa verðmæti af sér og konu sinni. Hann uppskar aðeins vænt glóðurauga fyrir mótþróann.
Dino Zoff ætlaði ekki að láta ræningja komast upp með að hafa verðmæti af sér og konu sinni. Hann uppskar aðeins vænt glóðurauga fyrir mótþróann. Getty Images

Dino Zoff, fyrrum fyrirliði ítalska landsliðsins í knattspyrnu, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu þegar hann var á göngu með konu sinni í Róm á laugardagskvöldið. Óprúttnir náungar höfðu af þeim öll þeirra verðmæti og gáfu Zoff  um leið vænt glóðurauga.

Zoff, fyrrum markvörður, var ekki á því að láta undan vilja ræningjanna og varðist í fyrstu af kjafti og klóm. Hann réð þó ekki við ræningjana, sem voru fjórir talsins, og komu þeir nokkrum vænum höggum á Zoff áður en markvörurinn fyrrverandi lét undan. Zoff meiddist ekki alvarlega en hlaut þó vænt glóðurauga og nokkrar skrámur í andliti.

Hjónin létu þá á endanum fá úrin sín, farsíma og veski, sem innihéldu samtals um 1000 evrur. Ræningjarnir hafa ekki fundist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×